• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Föstudagur, 30. janúar 2026
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Vega­gerð­in semur um for- og verk­hönn­un Fljóta­ganga

Vega­gerð­in semur um for- og verk­hönn­un Fljóta­ganga

Vega­gerð­in semur við COWI Ísland um for- og verk­hönn­un Fljóta­ganga

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
29. janúar 2026
in Fréttir, Innlent
A A
0

Vegagerðin og COWI Ísland undirrituðu samning um for- og verkhönnun Fljótaganga, vegagerðar á Siglufjarðarvegi milli Stafár í Fljótum og tengingu við núverandi Siglufjarðarveg í botni Siglufjarðar. For- og verkhönnun skal að fullu lokið í nóvember 2026

Verkið felur m.a. í sér for- og verkhönnun jarðganga, vega, tveggja brúa, hringtorgs, áningarstaðar og undirganga fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi vegfarendur. Jafnframt mun COWI annast gerð verklýsinga fyrir útboð verkframkvæmda og vinna skýrslu fyrir mat á umhverfisáhrifum. Aðlögun núverandi tenginga og heimreiða að nýjum vegi er einnig hluti af verkefninu.

Í kílómetrum talið er um að ræða 5,3 km löng jarðgöng og samtals um 19 km vegagerð utan ganga.

Upplýsingar um Fljótagöng:

Fljótagöng eiga að liggja milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals. Með framkvæmdinni styttist leiðin milli Fljóta og Ólafsfjarðar um u.þ.b. 14 km og leiðin milli Fljóta og Siglufjarðar um 10 km. Jarðgöngin og vegurinn koma í stað Strákaganga og vegar um Almenninga.

Árið 2019 var unnin frumkönnun á jarðgangakostum. Jarðgrunnsrannsóknir við munnasvæði í fóru fram árin 2024 og 2025. Fleiri rannsóknir voru gerðar á árinu 2025.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum.

Útboðið var auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu og bárust tilboð frá þremur ráðgjafafyrirtækjum: Efla hf., COWI Íslandi og Norconsult ehf.

Að loknu mati á hæfni og verðtilboðum var COWI valið til verksins. Áætlaður kostnaður Vegagerðarinnar var 272.000.000 kr. og var tilboð COWI það eina undir kostnaðaráætlun, eða 215.615.000 kr.

Helstu verkefni í for- og verkhönnun:

  • Ný jarðgöng um 5,3 km löng milli Nautadals í Fljótum og Hólsdals í Siglufirði
  • Nýr vegur frá gangamunna í Hólsdal að núverandi Siglufjarðarvegi, um 2,7 km langur.
  • Nýr 3,0 km langur vegur frá Ketilási að Fljótagöngum.
  • Nýr vegur um Fljót frá Stafá að Ketilási, um 13 km.
  • Ný brú yfir Flókadalsá, u.þ.b. 45 m löng.
  • Tvö ný vegamót við Ketilás. Annars vegar við núverandi Siglufjarðarveg (76) sem liggur norður eftir Miklavatni og hins vegar við Ólafsfjarðarveg (82) sem verður færður austur fyrir Ketilás á um 700 m löngum kafla.
  • Ný brú yfir Brúnastaðaá, u.þ.b. 14 m löng.
  • Undirgöng í Hólsdal fyrir gangandi, hjólandi og ríðandi umferð.
  • Hringtorg við Siglufjörð og aðlögun að aðliggjandi vegum.
Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • ,,Á pappír var fiskurinn í góðu lagi – ólöglegt að selja hann og hættulegt að borða“

    ,,Á pappír var fiskurinn í góðu lagi – ólöglegt að selja hann og hættulegt að borða“

    53 deilingar
    Share 21 Tweet 13
  • Laxveiðiám lokað fyrir stangaveiði vegna laxeldis

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Reimar Pétursson og Matthías G. Pálsson skipaðir í embætti við Endurupptökudóm

    1 deilingar
    Share 0 Tweet 0
  • Strandveiðar hefjist 15. mars til fyrsta október

    10 deilingar
    Share 4 Tweet 3
  • Fýlustjórnun, þagnarbindindi og hunsun eru gereyðingarvop

    56 deilingar
    Share 22 Tweet 14
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?