Sjötugur karlmaður lést, er hann varð undir hlera dráttarvagns
Rétt fyrir kl.14:00 í dag varð vinnuslys á Ísafirði, n.t.t. í botni Skutulsfjarðar.
Sjötugur karlmaður lést er hann varð undir hlera dráttarvagns. Atvikið gerðist þegar verið var að undirbúa affermingu.
Lögreglan á Vestfjörðum og Vinnueftirlitið rannsaka tildrög slyssins. Ættingjum hins látna hefur verið gert kunnugt um slysið.
Umræða