Ráðhúsið :
Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins

Að vera eða ekki vera.  Það er spurningin

Á fundi Menningar íþrótta og tómstundaráðs Reykjavíkur í síðustu viku kom fram all sérstakt mál.

Meirihluti ráðsins, skipaður fulltrúum Viðreisnar,Samfylkingar og Vinstri grænna lagði fram bókun í framhaldi af bréfi frá Bandalagi íslenskra listamanna.

Nú skal skrifaður óútfylltur tékki úr reikningshefti borgarinnar og andvirði hans notaður til að styrkja sjálfstætt starfandi listamenn og hönnuði.

Rökin eru að samkvæmt bréfi formanns Bandalags íslenskra listamanna hafi Covid-19 haft mikil áhrif á sjálfstætt starfandi listamenn og hönnuði og þar með afkomu þeirra.

Nú er það svo að fjöldi sjálfstætt starfandi aðila hefur nýtt sér úrræði það sem í boði er hjá Vinnumálastofnun og til var stofnað sérstaklega til að tryggja afkomu sjálfstætt starfandi aðila á þessum tímum Covid-19.

Undirritaður benti á þessa augljósu lausn og mælti með að Bandalag íslenskra listamanna kæmi þessu á framfæri við sína félagsmenn.

Var því fálega tekið.

Endir máls varð að téð bókun Viðreisnar,Samfylkingar og Vinstri Grænna fékk stuðning Sjálfstæðismanna.

Undirritaður lagðist gegn afgreiðslunni með gagnbókun, sem lesa má hér neðst á blaði.

Eftir stendu því;

Að vera eða ekki vera:

Einn um að finnast eðlilegt að listamenn og hönnuðir noti sama úrræði og öðrum sjálfstætt starfandi aðilum er ætlað.

Það er spurningin.

Með sumarkveðju,

Baldur Borgþórsson
Varaborgarfulltrúi Miðflokksins