Renault fær neyðarlán frá franska ríkinu

Franski bílaframleiðandinn Renault gekk í dag frá 5 milljarða evra neyðarláni við frönsk stjórnvöld en fyrirtækið stendur frammi fyrir miklum rekstrarvanda vegna kórónuveirurnar. Margar af stærstu lánastofnunum Frakkland koma einnig að láninu með franska ríkinu sem á 15% hlut í Renault samkvæmt frétt FÍB.

Forvarsmenn Renault vona að þetta lán létti undir rekstraravanda fyrirtækisins og um leið lausafjárstöðuna sem var orðin ískyggilega slæm.

Talið er að lánið mun hins vegar ekki breyta fyrri ákvöðrun Renault um að segja upp 15 þúsund starfsmönnum víða um heim, þarf af 4600 í Frakklandi. Ennfremur stendur fyrir dyrum að loka nokkrum bílaverksmiðjum.

TIL BAKA