Fallist á kröfur skjólstæðinga um endurgreiðslur ferða – Málsvari Lögmannsstofa

Hilmar Garðars Þorsteinsson Lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Málsvari

Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Málsvari, sagði í viðtali við Fréttatímann að hann vonaðist til að fólk fengi almennt endurgreiðslur hjá ferðaskrifstofum en lögmannsstofa hans hefur unnið að innheimtu fyrir fólk með góðum árangri. 

„Lögmannsstofan Málsvari, Sundagörðum 2, Reykjavík, fagnar því fyrir hönd skjólstæðinga sinna, að Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur m.a. Úrval Útsýn, Plúsferðir, Sumarferðir og Iceland Travel Bureau, hefur fallist á kröfur skjólstæðinga okkar og hafið endurgreiðslu krafna þeirra fyrir pakkaferðir sem var aflýst.“  Sagði Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður.

Aðspurður segir Hilmar Garðars, að lögmannsstofan taki við málum hjá fólki sem enn á í vandræðum með að innheimta útistandir kröfur, vegna ferða sem hafi verið aflýst.

Afrit af staðfestum tölvupósti: