Íslenska ríkið á alfarið eða ráðandi eignarhluti í 37 fyrirtækjum með mismunandi starfsemi og markmið. Fyrirtækin eru mörg stór og áhrifamikil á íslenskum markaði og gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Orkufyrirtæki í eigu ríkisins eru t.d. miðlæg í raforkuframleiðslu og dreifingu í landinu og veita almenningi og atvinnulífinu grunnþjónustu, í samkeppni við einkafyrirtæki. Þá sinnir Ríkisútvarpið ohf. menningar- og almannaþjónustuhlutverki á sama tíma og það keppir við einkafyrirtæki á afþreyingarmarkaði sem er í mikilli þróun. Íslandspóstur hf. sinnir alþjónustuhlutverki á póstmarkaði, en er einnig í samkeppnisrekstri á sviði flutningaþjónustu og hraðsendingaþjónustu. Vegna þessa samspils almannaþjónustuhlutverks og samkeppnishlutverks félaga í eigu ríkisins er mikilvægt að vel sé haldið um eignarhald þeirra.

Laun forstjóra hjá ríkisfyrirtækjum