Á meðal íslenskra skipstjórnarmanna hefur farið fram umræða um hvernig lögskráningu sé háttað á skipum sem tengjast laxeldum á Íslandi. Velta menn þar fyrir sér hvort áhafnir séu með skipstjórnarréttindi eða ekki? Þá vekur jafnframt furðu að skipin eru ekki með nafn, skráningarnúmer og engar merkingar sem sýna hverrar þjóðar skipið er, né nokkra þá merkingu sem skylt er að hafa á íslenskum skipum.

,,Það má líkja þessu við það að útlendingar væru að keyra um götur borgarinnar á númerslausum bílum og jafnvel próflausir og við vitum jú öll hvernig yrði tekið á því en gilda önnur lög um skip frá Noregi sem sigla um hafið umhverfis Ísland og inn í fjörðum og innan um önnur skip. Gilda lög á Íslandi ekki um skip sem þjóna norsku laxeldi á Íslandi?“ Segir íslenskur skipstjóri um málið.

,,Ég var að fá vitneskju um að brunn bátarnir í Laxeldiu séu ekki með skráða áhöfn það eru 3 menn á bátunum en engin skráður, enginn skipstjóri og enginn vélstjóri. Hvernig eru tryggingar hjá þessum mönnum og hvar eru Íslensku lögin með lögskráningu? Ég geri mér grein fyrir því að þetta eru norskir bátar er þetta samt ekki eitthvað til að skoða?. Við eigum heimamenn sem gætu hæglega sinnt þessum störfum. Þessi fyrirtæki eru ekki að skaffa eitt einasta starf fyrir Íslenska sjómenn að utan einn sem ég veit um?“

Ekkert gerst frá árinu 2017

,,Þetta er sko þörf umræða og staðan á þessum málum er til skammar. Ég hafði samband við Félag skipstjórnamanna árið 2017 um þessi mál og þá var þetta í athugun. Síðan hefur ekkert gerst. Þá var Arnalax að auglýsa eftir mönnum með réttinndi en skyndilega breyttist allt. Jón Gunnarsson var þá samgönguráðherra og breytti reglugerð fyrir litlu þjónustu bátanna að innan fjarða þyrfti minni réttindi. Svarið sem Árni Bjarnason gaf mér var………….þeir vildu þetta“

Þá segir stjórnarmaður í félagi skipstjórnarmanna ,,þessi mál eru til skoðunar hjá okkur í Félagi skipstjórnarmanna, höfum þegar vakið athygli Samgöngustofu á því að þetta gengur ekki!“