Íbúar eru sérstaklega hvattir til að læsa öllum hurðum, bifreiðum og geymslum

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum biður íbúa í Reykjanesbæ að tilkynna til Neyðarlínunnar í síma 112, eða í gegnum Facebook, verði þeir varir við grunsamlegar mannaferðir að næturlagi.

Er það vegna aðila sem hefur verið að fara inn í heimahús og bílskúra á svæðinu. Íbúar eru sérstaklega hvattir til að læsa öllum hurðum, bifreiðum og geymslum.

Ef fólk er með eftirlitsmyndavélakerfi við hús sín þá biðjum við ykkur endilega um að renna í gegn um efnið og kanna hvort að eitthvað sé þar að finna sem getur aðstoðað okkur við leitina. Meðfylgjandi eru myndir sem náðust úr öryggismyndavélakerfi af aðilanum.