Veðuryfirlit
Yfir Írlandi er allvíðáttumikil 992 mb lægð sem þokast N. Yfir Grænlandi er 1035 mb kyrrstæð hæð.

Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 m/s norðvestan- og vestanlands. Súld með köflum norðan- og austantil á landinu, annars að mestu skýjað og stöku skúrir. Norðaustan 5-10 m/s á morgun en 10-18 m/s á Suðausturlandi. Víða skúrir, en þurrt að kalla um norðanvert landið. Hiti yfirleitt 12 til 20 stig, hlýjast sunnan heiða.
Spá gerð: 27.06.2020 18:34. Gildir til: 29.06.2020 00:00.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 3-8, skýjað með köflum og úrkomulitið, en skúrir síðdegis á morgun. Hiti 10 til 18 stig. – Hiti víða 14 til 22 stig um landið vestanvert, en 7 til 12 stig eystra á mánudag.
Spá gerð: 27.06.2020 18:34. Gildir til: 29.06.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðaustan og austan 8-15 m/s, en hægari suðvestanlands. Bjart með köflum, en skýjað og dálítil væta á Austurlandi. Hiti víða 14 til 22 stig um landið vestanvert, en 7 til 12 stig eystra.

Á þriðjudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt og bjart með köflum, en dálítil væta á Suður- og Vesturlandi. Hiti 9 til 16 stig, en 5 til 8 austantil.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og víða bjart veður. Hiti frá 7 stigum á annesjum norðaustanlands, upp í 17 stig á Suður- og Vesturlandi.

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg átt, skýjað og þurrt um norðanvert landið, en stöku skúrir sunnantil. Hiti 4 til 9 stig, en allt að 15 stigum suðvestanlands.
Spá gerð: 27.06.2020 08:09. Gildir til: 04.07.2020 12:00.