180 nemendur MA hafa greitt 36 milljónir vegna  útskriftar- ferðar og fá ekki endurgreitt – Lögmaður vinnur að innheimtu

Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða 180 nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Hver nemandi greiddi ferðaskrifstofunni tvö hundurðu þúsund krónur fyrir ferðina. Málið er í hnút þar sem ferðaskrifstofan neitar endurgreiðslu og er komið í hendur lögmanna og líklegt að höfðað verði dómsmál til að skera úr um réttmæti fyrir endurgreiðslum. Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður og eigandi lögmanns- stofunnar Málsvara hefur aðstoðað nemendur Menntaskólans í málinu og sent ferðaskrifstofunni greiðsluáskorun og ef ekki verður brugðist við henni, verður málinu stefnt fyrir dómstólum fyrir hönd þeirra sem krefjast endurgreiðslu.

Fallist á kröfur skjólstæðinga um endurgreiðslur ferða – Málsvari Lögmannsstofa

Hilmar Garðars Þorsteinsson Lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Málsvari

Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Málsvari, sagði í viðtali við Fréttatímann þann áttunda maí s.l. að hann vonaðist til að fólk fengi almennt endurgreiðslur hjá ferðaskrifstofum en lögmannsstofa hans hefur unnið að innheimtu fyrir fólk með góðum árangri. 

„Lögmannsstofan Málsvari, Sundagörðum 2, Reykjavík, fagnar því fyrir hönd skjólstæðinga sinna, að Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur m.a. Úrval Útsýn, Plúsferðir, Sumarferðir og Iceland Travel Bureau, hefur fallist á kröfur skjólstæðinga okkar og hafið endurgreiðslu krafna þeirra fyrir pakkaferðir sem var aflýst.“  Sagði Hilmar Garðars Þorsteinsson lögmaður.

Aðspurður segir Hilmar Garðars, að lögmannsstofan taki við málum hjá fólki sem enn á í vandræðum með að innheimta útistandir kröfur, vegna ferða sem hafi verið aflýst.

Afrit af tölvupósti: