Hinn 90 ára gamli Bob Norris, sem best er þekktur sem ,,Marlboro maðurinn“ er látinn

Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að Norris hafi sofnað friðsamlega á sjúkrahúsi í heimabæ sínum, Colorado Springs, umkringdur fjölskyldu sinni.

Leikarinn og bóndinn með hinn sérstaka kúrekahatt, var sá sem gerði „Marlboro manninn“ frægan um allan heim, á auglýsingaskiltum, sjónvarpi og tímaritum snemma á sjöunda ára- tugnum. Að sögn fjölskyldunnar var það „hávaxna og myndarlega útlit Norris“ sem kom honum óvart í starfið.

Reykti aldrei sjálfur

Marlboro auglýsingin er talin ein farsælasta auglýsingaherferð allra tíma. Á sjötta áratugnum hafði Marlboro byrjað með filter sígarettur, sem gerði vörumerkið kvenlegt. Það byrjaði líka sem kvenleg auglýsing með slagorð eins og „Mild sem maí“ en var breytt í tákn um karlmennsku á örfáum mánuðum í gegnum karlkyns kúreka á veggspjöldum.

Þrátt fyrir að vera ekki sá fyrsti til að auglýsa sígaretturnar, var Norris samt álitinn upprunalegi  „Marlboro maðurinn“  vegna vinsældanna sem hann naut og hélt því áfram starfinu í næstum 14 ár en svo hætti hann snögglega hjá fyrirtækinu.

Ólíkt eftirmönnum hans, reykti Norris aldrei og hafið áhrif á fjögur börn sín. ,,Hann sagði alltaf við okkur krakkana: „Ég vil aldrei sjá þig reykja“ og þá svaraði eitt okkar að lokum: Ef þú vilt ekki sjá okkur reykja, af hverju ertu í sígarettuauglýsingum? “ Segir sonur hans, Bobby .

Árið 2003 var Norris heiðraður með styttu í heimabæ sínum sem sýndi hann á hestbaki.

Dauðsföll tengd reykingum
Árið 2014 lést leikarinn Erik Lawson, sem var eitt af andlitum ameríska sígarettumerkisins, seint á áttunda áratugnum. Hann lést 72 ára að aldri vegna langvinns lungnasjúkdóms, langvinnrar lungnateppu. Hann hafði reykt síðan hann var 14 ára, skrifaði NY Post.