Í nógu hefur verið að snúast hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu alla helgina og hér er stiklað á nokkrum útköllum:

Í gær klukkan 19:45 voru höfð afskipti af ökumanni bifreiðar við Skógarhlíð. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og sölu / dreifingu læknalyfja. Klukkan 22:57  var svo tilkynnt um nakinn mann hlaupandi um Reykjavíkurflugvöll. Maðurinn sem var í annarlegu ástandi, var handtekinn og færður á lögreglustöð og síðan á sjúkrastofnun til aðhlynningar vegna ástands. Maðurinn er grunaður um húsbrot og eignaspjöll.

Klukkan 23:00  var maður i annarlegu ástandi handtekinn á heilbrigðisstofnun í hverfi 108. Maðurinn var þar til vandræða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu þegar vísa átti honum út heldur veittist að lögreglumanni. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Klukkan 23:39 var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbæ, hann er grunaður um eignaspjöll, sparkaði upp íbúðarhurð og var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Klukkan 00:36 Þrír aðilar á stolinni bifreið handteknir í hverfi 105. Aðilarnir ( 2 menn og 1 kona ) eru grunuð um nytjastuld bifreiðar akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og fóru ekki að fyrirmælum lögreglu. Þau voru vistuð í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn máls.

01:35 Afskipti höfð af manni í Miðborginni. Maðurinn er grunaður um vörslu fíkniefna. Klukkan 04:19 og 04:51 Bifreiðar stöðvaðar í hverfi 101. Ökumennirnir eru grunaðir um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og klukkan 04:59  var bifreið stöðvuð á Bústaðavegi. Ökumaðurinn  grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna.

Um miðnættið var bifreið stöðvuð eftir hraðamælingu á Reykjanesbraut. Ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið á 138 /80 km/klst.

01:07 Bifreið stöðvuð í Breiðholti. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis + fíkniefna og ítrekaðan akstur án þess að hafa öðlast ökuréttindi. Bifeiðin reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af. Skömmu síðar var önnur bifreið stöðvuð í Breiðholti og er ökumaðurinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Um þrjúleitið í nótt var svo maður í annarlegu ástandi handtekinn á sama svæði og er sá grunaður um brot á vopnalögum, hótanir og vörslu fíkniefna. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær:

17:51 Bifreið stöðvuð í Ártúnsbrekku eftir hraðamælingu. Ökumaðurinn er grunaður um of hraðan akstur 129 / 80 km / klst.

22:25 Bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum.

01:40 Bifreið stöðvuð í Hraunbæ. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og hafði ökuskírteini sitt ekki meðferðis.

02:09 Tilkynnt um umferðaróhapp í Þverholti. Ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur. Ökumaðurinn mun sjálfur hafa tilkynnt óhappið. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þá voru fleiri útköll vegna vímuefnaaksturs á Höfuðborgarsvæðinu.