540 Dan­ir hafa smit­aðir af kór­ónu­veirunni og rúm­lega 1.300 manns í sótt­kví

Öllum skólum í Dan­mörku verður lokað frá og með föstu­deginum 13. mars, sagði for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Mette Frederik­sen.

Atburðir sem haldnir eru innanhúss með yfir 100 þátttakendum verða bannaðir.

,,Við höfum ekki heimild til að banna þetta með löggjöf í dag, en við ætlum að biðja alþingismenn að afgreiða neyðarlöggjöf á morgun, sagði Mette Frederiksen á blaðamannafundi í kvöld. Búist er við að bannið verði kynnt frá og með mánudeginum.

Hvetur bari og klúbba til að loka
Þangað til ákalla stjórnvöld að hætt verði öllum samkomum þar sem koma yfir 100 manns saman innanhúss. Hún hvetur meðal annars gistihús, næturklúbba og diskótek til að vera lokuð um tíma.

Fyrr var beðið um að hætt yrði við viðburði fyrir yfir 1000 manns. En nú hafa mörkin verið lækkuð. Til viðbótar er ákall um að lokað verði á allt næturlíf, þá eru menningarstofnanir og bókasöfn  lokuð.

Mette Frederiksen segir einnig að sjúkrahús og hjúkrunarheimili séu hvött til að takmarka gesti þegar í stað. ,,Það er mikilvægt að allir aðstandendur virði það,“ segir forsætisráðherrann.