• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Laugardagur, 5. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Samninganefnd borgarinnar og borgarstjóri tala í kross

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
27. febrúar 2020
in Fréttir, Innlent
A A
0

Samninganefnd Eflingar lýsir vonbrigðum og þungum áhyggjum vegna árangurslauss samningafundar með samninganefnd Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara í gær.
Samninganefndin gagnrýnir ringulreið, seinagang og ósamkvæmni í vinnubrögðum borgarinnar, sem eru í engu samræmi við alvarleikastig kjaradeilunnar. Að mati samninganefndarinnar skynjar Reykjavíkurborg ekki hve mikið er í húfi að vinna hratt og örugglega að lausn deilunnar.
Á fundinum fékkst ekkert svar við því hvert væri raunverulegt inntak tilboðs Reykjavíkurborgar frá því fyrir helgi, en mikið ósamræmi var milli þess sem kynnt var á samningafundi og þess sem borgin lýsti í fjölmiðlum. Samninganefnd Eflingar lét frá sér yfirlýsingu varðandi þetta síðasta mánudag. Ekkert efnislegt viðbragð var lagt fram við yfirlýsingu samninganefndarinnar á fundinum í dag. Ekkert var lagt fram til að byggja upp þann viðræðugrundvöll sem þar virtist í augsýn.
Svo virðist sem samninganefnd borgarinnar og borgarstjóri tali í kross, með þeim afleiðingum að upplýsingagjöf er ekki skýr og ómögulegt að leggja mat á raunverulega stöðu deilunnar.
„Okkur er einfaldlega ekki ljóst við hvern við erum að semja og hver hefur raunverulegt umboð til að leysa málið af hálfu borgarinnar. Borgarstjóri lofar öllu fögru í fjölmiðlum, en það sem gerist í samningaherberginu er í engu samræmi við það,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Svo virðist sem borgarstjóri hafi stigið inn í þessa kjaradeilu í fjölmiðlum ekki til að stuðla að lausn hennar á heiðarlegum forsendum heldur til að afvegaleiða okkur, félagsmenn Eflingar, fjölmiðla og almenning. Hver er raunverulegur ásetningur Reykjavíkurborgar og hver er í brúnni? Ég á ekki svar við því og get ekkert fært félagsmönnum af þessum fundi annað en vonbrigði. Tíminn er runninn út fyrir leiki og það er miður að Reykjavíkurborg skynji það ekki,“ sagði Sólveig Anna.
Ótímabundið verkfall og barátta Eflingarfélaga heldur áfram.

Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    Mannslát – kona í gæsluvarðhaldi

    82 deilingar
    Share 33 Tweet 21
  • Hvalfjarðargöng eru lokuð

    42 deilingar
    Share 17 Tweet 11
  • Málaliðar fyrir stærstu útgerðarfélög landsins

    4 deilingar
    Share 2 Tweet 1
  • Sex húsleitir og fjöldi í gæsluvarðhaldi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

    6 deilingar
    Share 2 Tweet 2
  • Barnavernd samþykkir tálmun til 15 ára

    179 deilingar
    Share 72 Tweet 45
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?