,,Álagningin hefur nú verið einhver“

Þórarinn ætlar að bjóða upp á 33 til 66 % Ódýrari pizzur með miklu meira áleggi –

Veisla fyrir neytendur sem fá nú pítsur á hálfvirði eftir að samkeppnin hófst loks fyrir alvöru á skyndibitamarkaði

Þórarinn Ævarsson kom að stofnun Domino‘s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. Hann hefur því áður byggt upp pitsukeðju og þekkir því vel til rekstrar stærsta keppinautarins.

Þórarinn sagði starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri IKEA fyrir um ári síðan en hann gegndi því starfi frá árinu 2006 eða þar til hann hóf undirbúning á nýjum pizza veitingastað. Spaðinn hefur valdið því að verð á pizzum eru í frjálsu falli og allt í einu er hægt að lækka verðin um helming til neytenda.

Rúmlega helmingi ódýrari pizzur og alveg drekkhlaðnar af gæða áleggi

Spaðinn, pizzastaður á Dalvegi 32b í Kópavogi býður upp á frábærar pizzur á mjög góðu verði

Eftir núliðin árámót sagði Þórarinn Ævarsson í viðtali við fjölmiðil að Spaðinn, nýr pizzastaður mundi opna í vor og auðvitað stóðst það hjá þessum raunsæja og farsæla rekstrarmanni til áratuga.

Ódýrari pizzur drekkhlaðnar áleggi

Þórarinn Ævarsson upplýsti þá að hann ætlaði sér að bjóða þjóðinni upp á pizzur „á nýju verði.“

Engin pizza muni kosta yfir 2500 krónur, þó svo að þær verði drekkhlaðnar áleggi og stærri en á öðrum pizzustöðum landsins. Þórarinn sagði þá að hann ætlaði sér að bjóða upp á allt að 66 % ódýrari pizzur en þekkist annars staðar á Íslandi.

Undrast verðlagningu Domino‘s: ,,Álagningin hefur nú verið einhver“

Hægt er að skoða úrvalið og verðin betur á heimasíðunni

Í viðtali við Morgunblaðið í dag segir Þórarinn m.a. ,,„Ég held að það sé óhætt að segja að neytendur horfi nú upp á meiri verðlækkanir á pítsum en nokkru sinni fyrr. Það sést til að mynda á því að stærsti aðilinn á markaðinum selur pítsur sem kosta alla jafna um 3.700 krónur á tilboði á 1.790 krónur.“

Hvernig geta þeir verið að bjóða 50% afslátt?

Hvernig geta þeir verið að bjóða 50% afslátt? Það segir manni að álagningin hafi nú verið einhver,“ Viðtökur við nýjum pítsustað Þórarins í Kópavogi hafa verið mjög góðar enda leggur hann áherslu á; góða vöru, hóflega verðlagningu. ,,Mikið fyrir lítið“

Segir Domino‘s tapa 240 milljónum, bara á brauðstöngum

Hægt er að skoða úrvalið betur á heimasíðunni en þar er jafnframt verðskrá og allar upplýsingar

Þórarinn Ævarsson segir í viðtalinu að samkeppnisaðilinn Domino‘s hafi brugðist við með verðlækkunum og að brauðstangir hafi kostað 1.030 krónur á síðasta ári en hafi svo allt í einu verið lækkaðar niður í 790 krónur þegar opnun Spaðans spurðist út. Hann kveðst telja að Domino’s selji um milljón skammta af brauðstöngum ár hvert, svo þarna sé fyrirtækið að verða af 240 milljónum króna.

Hér er kynning á starfsemi Spaðans eins og hún er framsett á síðu þeirra: 

Mikið fyrir lítið – Matseðill

Fréttatíminn – Neytendasíðan, skoðaði staðinn og tók skjáskot af nokkrum pizzum sem Spaðinn er að bjóða upp á: https://www.facebook.com/Spadinn/