Guðmundur Franklín Jónsson skrifar

Vandamálið er ekki 99% útgerðarfyrirtækja, vandamálið er stórútgerðin (4 fyrirtæki) með Samherja sem bíljstjóra á veghefli Bjarna Ben og stórútgerðarinnar á leiðinni inn í Evrópusambandið með viðkomu á Kýpur og á leynireikningum í Den Norske Bank.

Þessir menn kunna sér ekki magamál og eru að kaupa upp hvert stórfyrirtækið á fætur öðru í landinu til að stunda það eina sem þeir kunna, fákeppni.
Botninn sló úr tunnunni þegar þeir arfleiddu börnin sín af óveiddum fiskveiðiheimildum, eflaust til að komast hjá 10% erfðafjárskatti og öðrum opinberum gjöldum í framtíðinni.
Stórútgerðin á orðið Sjálfstæðisflokkinn með húð og hári, en Sjálfstæðisflokkurinn ásamt Miðflokk, Pírötum, VG og Framsókn ganga allir erinda stórútgerðarinnar. Tilraunir Viðreisnar og Samfylkingingarinnar um breytingar á kvótakerfinu miðast allar við að koma okkur inn í Evrópusambandið og undir „european common fisheries policy“ sem yrðu endalok íslensks sjávarútvegs eins og við þekkjum hann. Við þurfum nefnilega ekki að leita langt eftir óvinum þjóðarinnar, þeir eru nú þegar á Alþingi.

Árang­ur sjáv­ar­út­vegs­ins sé lit­inn horn­auga

Vandamálið er ekki 99% útgerðarfyrirtækja, vandamálið er stórútgerðin (4 fyrirtæki) með Samherja sem bíljstjóra á…

Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Wednesday, September 16, 2020