Yfirvöld í kínversku héraði í Mongólíu sendu frá sér viðvörun eftir að sjúklingur sem var veikur, lést vegna marghátta líffærabilunar, að því er ríkisfjölmiðlar greindu frá þar í landi í gær. Mál af þessum toga eru ekki óalgeng í Kína, þó þau séu orðin mun sjaldgæfari. Frá 2009 til 2018 var tilkynnt í Kína um 26 tilvik og 11 dauðsföll. En fréttastofa Reuters fjallaði um málið.

Sagt var frá því að sjúklingurinn væri með ,,sóttina,“ segir í fjölmiðlinum People’s Daily og vitnað er í tilkynningu frá heilbrigðisnefnd Bayan Nur-borgar. Sóttin bubonic, þekkt sem „svarti dauðinn“ á miðöldum, er mjög smitandi og oft banvænn sjúkdómur, sem dreifist að mestu leyti með nagdýrum. Nefndin sendi frá sér þriðja stigs viðvörun, það næst lægsta í fjögurra stiga kerfi sem tók gildi s.l. föstudag og gildir til loka ársins 2020 til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins, að sögn People’s Daily. Þetta er annað andlát vegna þessa plágu, sem greint er frá í þessum mánuði, á Mongoliu svæðinu.

Yfirvöld í Baotou-borg, sem liggur að Bayan Nur-borg, tilkynntu á fimmtudag að sjúklingur með „plágu í þörmum“ hafi látist vegna bilunar í blóðrásarkerfinu. Yfirvöld í Bayan Nur hafa lokað svæðinu þar sem hinn látni bjó og greint sjö nána aðstandendur sjúklingsins sem hafa reyndust ekki hafa smitast af sjúkdómnum en voru settir í fyrirbyggjandi lyfjameðferð.