Hugleiðingar veðurfræðings

Víða er kalt á landinu núna í morgunsárið líkt og oft vill verða eftir bjartar og hægar nætur. Hægviðrið heldur áfram fram eftir degi og léttskýjað, en skýjað með köflum norðaustantil og stöku skúrir eru líklegar til þess að falla suðaustanlands. Seinnipartinn verður svo vaxandi suðaustanátt og þykknar upp sunnan- og vestanlands er skil nálgast landið. Í nótt og á morgun verður síðan allhvöss suðaustanátt og rigning með köflum sunna- og vestantil, en þurrt að kalla á Norðausturlandi. Umhleypingasamt verður næstu vikuna, hægir vindar og bjartviðri á milli lægða með stífum vindi og úrkomu.

Veðuryfirlit
100 km N af Færeyjum er 1000 mb smálægð sem þokast S. Við V-strönd Noregi er 984 mb lægð sem mjakast N. Yfir Íslandi er 1020 mb hæð, en við Hvarf er 988 mb lægðardrag sem fer NA.

Veðurhorfur á landinu
Breytileg átt, 5-10 m/s og víða bjartviðri, en og stöku skúr á Suðausturlandi. Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp eftir hádegi, 10-18 m/s og fer að rigna sunnan- og vestanlands seint í kvöld og nótt, en hægari og þurrt á austanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 2 til 8 stig í kvöld. Sunnan og suðaustan 10-18 á morgun, hvassast norðvestantil. Rigning, einkum sunnan- og vestantil en þurrt að kalla norðaustanlands. Hiti 7 til 12 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðaustan 5-10 m/s og léttskýjað, en þykknar upp síðdegis. Suðaustan 10-15 og rigning með köflum seint í kvöld og nótt. Snýst í sunnan 5-10 seinnipartinn á morgun. Lægir annað kvöld með skúrum. Hiti 3 til 10 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðlæg átt, 10-18 m/s. Rigning sunnan- og vestantil, en þurrt að mestu um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast norðanlands.

Á sunnudag:
Sunnan 10-18 m/s austantil á landinu, hæg breytileg átt á vesturhelmingi landsins, en gengur í norðvestan 8-13 seinnipartinn. Rigning, en lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 4 til 11 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á mánudag:
Vestlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Skúrir um sunnan- og vestanvert landið, en skýjað með köflum og úrkomulítið austantil. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag:
Suðlæg átt og skúrir eða rigning með köflum, en skýjað og þurrt um norðaustanvert landið. Hiti 2 til 8 stig.

Á miðvikudag:
Líkur á hvassri austlægri átt með rigningu um land allt og hlýnandi veðri.

Á fimmtudag:
Útlit fyrir norðaustanátt og rigningu norðantil, en breytilega átt og úrkomuminna syðra.