8.8 C
Reykjavik
Sunnudagur - 5. febrúar 2023
Auglýsing

Eldur í fjöl­býl­is­húsi í Eddu­felli

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu barst á tíunda tímanum til­kynn­ing um eld í klæðningu fjöl­býl­is­húss í Eddu­felli í Breiðholti. Allt til­tækt slökkvilið var sent á staðinn og náði fljótt tök­um á eld­in­um. Húsið er samtals fjór­ar hæðir og all­ar íbúðir voru strax rýmd­ar í öryggisskyni.
Sam­kvæmt upplýsingum slökkviliðsins kom eld­ur­inn upp í klæðningu á fyrstu hæð húss­ins og náði hann að breiðast út og á aðrar hæðir.
Fjór­ir dælu­bíl­ar og tveir körfu­bíl­ar fóru á vett­vang ásamt lögreglu og um klukk­an tíu var búið að slökkva eldinn en þá þurfti að rífa klæðningu af hús­inu til að athuga með hvort eld­ur­inn hefði borist þangað. Um klukk­an hálf ell­efu var slökkvi­starfi að ljúka á vettvangi.