Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna fallbyssukúlu í Eyjum
Starfsmenn Byggðasafns Vestmannaeyja höfðu samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar á dögunum vegna fallbyssukúlu sem fannst í kjallaranum innan um aðra muni safnsins. Enginn þekkti uppruna kúlunnar og því var ekki vitað hvort hún væri enn virk.
Landhelgisgæslan hafði strax samband við sérsveit Ríkislögreglustjóra og lögregluna í Vestmannaeyjum og upplýsti um málið.
Tveir liðsmenn séraðgerða- og sprengjueyðingarsveitar fóru til Vestmannaeyja í morgun. Þeir byrjuðu skoðuðu kúluna og mælda. Fyrst með þykktarmæli og síðan með röntgentæki sem sýndi að kúlan var gegnheil og örugg til flutnings.
Sprengjusérfræðingarnir tóku kúluna með til Reykjavíkur þar sem mat verður lagt á uppruna hennar. Nokkuð öruggt þykir að hún sé frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.
Sprengjusérfræðingarnir telja nær öruggt að fallbyssukúlan sé frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.Fallbyssukúlan fannst innan um aðra muni Byggðasafns Vestmannaeyja.