Innanhústillaga var lögð fram í kjaradeilu kennara á fimmtudag. Samkvæmt heimildum Fréttatímans var fundað stíft um tillöguna og mikil ólga er í röðum kennara. Tillagan verður líklega ekki samþykkt en samninganefnd Kennarasambands Íslands hafði frest til klukkan 13.
Á lokuðum vef kennara er mikil ólga og óánægja með að beygja eigi þá til hlýðni með ósanngjörnum og óboðlegum samningi. Það er samhljómur á meðal kennara að láta ekki fara illa með sig enn einu sinni og flestir eru löngu búnir að fá nóg og er m.a. vísað í samning við þá frá árinu 2016 sem var svikinn.
Þá hyggjast margir kennarar fara í verkfall og enn fleiri ætla að segja upp og leita sér að starfi sem er metið á réttlátan hátt hvað laun varðar. Miðað við menntun kennara og laun, fari hljóð og mynd ekki saman. Miðað við það hversu margir ætla að segja upp, má reikna með fjöldauppsögnum en hingað til og i dag er erfitt að manna skólakerfið með faglærðu fólki. Ekki þarf að reikna með að sú staða batni ef ekki verður samið við kennara.
Verkfallsaðgerðir hefjast á ný í dag verði tillagan ekki samþykkt og mun ná til fjórtán leikskóla og sjö grunnskóla og líklega brjótast út enn frekari verkföll sem og fjöldauppsagnir.