Um 200 km V af Skotlandi er hægfara 961 mb lægð og frá henni liggur lægðardrag til NV fyrir sunnan vestan Ísland. 350 km SA af Færeyjum er heldur minnkandi 962 mb lægð. Austanátt í dag og víða hvasst, mestur vindur mældist 33 m/s á Stórhöfða og 28 m/s á Fagurhólsmýri og Ingólfshöfða. Él á austanverðu landinu, en úrkomulítið vestantil. Vægt frost í innsveitum norðanlands, annars var hiti yfirleitt 0 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu
Austan 15-23 m/s í nótt, hvassast syðst. Él austantil og við suðurströndina. Allhvöss eða hvöss austan- og suðaustanátt á morgun, en hægari á Norðaustur- og Austurlandi. Bjartviðri norðan heiða, en lítilsháttar él suðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 5 stig við suðurströndina á morgun, annars í kringum frostmark. Spá gerð: 01.03.2020 22:15. Gildir til: 03.03.2020 00:00.
Gular viðvaranir
Suðurland
Austan stormur eða rok (Gult ástand) – 29 feb. kl. 18:00 – 1 mar. kl. 23:59
Austan 20-28 m/s undir Eyjafjöllum og vindhviður yfir 40 m/s við fjöll. Varasamt að vera á ferðinni.
Faxaflói
Austan hvassviðri (Gult ástand) – 1 mar. kl. 12:00 – 2 mar. kl. 02:00
Austan 13-20 m/s, en hvassara í vindstrengjum við fjöll. Sums staðar skafrenningur og varasöm akstursskilyrði.
Strandir og Norðurland vestra
Austan hvassviðri eða stormur (Gult ástand) – 1 mar. kl. 14:00 – 23:59
Austan 15-25 m/s, hvassast í vindsrengjum við fjöll og þar má búast við allt að 40 m/s í vindhviðum. Skafrenningur og varasöm akstursskilyrði.
Suðausturland
Norðaustan stormur (Gult ástand) – 29 feb. kl. 20:00 – 1 mar. kl. 23:59
Norðaustan 18-28 m/s, hvassast við Öræfajökul þar sem hviður geta farið yfir 40 m/s. Varasamt að vera á ferðinni.
Miðhálendið
Austan stormur með éljum (Gult ástand) – 29 feb. kl. 20:00 – 1 mar. kl. 23:59
Austan 18-25 m/s og él, einkum austantil. Slæmt ferðaveður.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Austan 8-15 m/s, en hægari síðdegis. Slydda eða snjókoma á norðaustur og austurlandi og einnig um tíma suðvestanlands, annars úrkomulítið. Hiti kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Sunnan 3-8 m/s og dálítil él á sunnanverðu landinu, en bjartviðri norðanlands. Frost 0 til 8 stig, kaldast norðan heiða.
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-13 m/s og snjókoma á Vestfjörðum, annars hægari og sums staðar él við ströndina. Frost 0 til 8 stig, en kaldara í innsveitum um kvöldið.
Á föstudag:
Norðlæg átt og dálítil él norðanlands, en léttskýjað sunnantil á landinu. Kalt í veðri.
Á laugardag:
Austlæg átt, allhvöss með suðurströndinni, dálítil snjókoma eða slydda suðaustantil en annars þurrt. Áfram kalt í veðri.
Á sunnudag:
Útlit fyrir norðaustlæga átt með éljum norðan- og austantil á landinu en annars bjartviðri.
Spá gerð: 01.03.2020 20:53. Gildir til: 08.03.2020 12:00.