Veðurhorfur á landinu
Vaxandi suðaustanátt í nótt. Suðaustan 13-23 m/s á morgun, hvassast um landið SV-vert. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla á N-landi. Hlýnandi, hiti 1 til 6 stig eftir hádegi. Dregur úr vindi síðdegis og um kvöldið, fyrst SV-lands. Stöku slydduél annað kvöld, en rigning á SA- og A-landi.
Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói
Veðuryfirlit
Milli Jan Mayen og Noregs er 983 mb lægð sem fer NA, en 450 km SA af Hvarfi er víðáttumikil 955 mb lægð sem þokast NA. Á Norðursjó er 1032 mb hæð á NA-leið.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Vaxandi austanátt í kvöld. Suðaustan 15-23 og rigning á morgun, hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Hiti 2 til 6 stig. Suðaustan 5-10 og stöku slydduél síðdegis.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Dálítil él S- og V-lands, en snjókoma eða rigning um tíma A-lands. Hiti um og yfir frostmarki að deginum.
Á föstudag:
Suðvestan og vestan 8-15 og él, en þurrt og bjart á A-landi. Hiti í kringum frostmark.
Á laugardag:
Suðlæg átt 5-13 og úrkomulítið, en gengur í suðaustan 13-20 með rigningu eða slyddu S- og V-lands. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt og víða rigning eða snjókoma, en síðar él. Kólnar aftur.
Á mánudag:
Suðlæg átt og él, en léttskýjað um landið A-vert.