Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista þrír í fangaklefa. Alls eru 102 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og aðstoðarbeiðnum, listinn er því ekki tæmandi.
Lögreglustöð 1: Austurbær – Miðbær – Vesturbær – Seltjarnarnes:
- Ölvuðum aðila vísað út af hóteli í hverfi 101 þar sem hann var ekki með herbergi og var búinn að koma sér fyrir í setustofu hótelsins.
- Árekstur tveggja bifreiða í hverfi 107, slysalaust
- Ekið á umferðarljós í hverfi 104, slysalaust.
- Ölvaður ökumaður og án ökuréttinda stöðvaður í hverfi 108, maðurinn með tvö ung börn í bifreiðinni þegar hann var stöðvaður og var málið afgreitt með aðkomu barnaverndar.
- Ökumaður sem reyndist undir áhrifum fíkniefna stöðvaður í hverfi 105.
- Ökumaður undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda stöðvaður í hverfi 104.
- Eldur kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í hverfi 101, engin slasaðu en miklar skemmdir á íbúðinni. Einn dælubíll var sendur frá Skógarhlíð á vettvang í miðbæinn. Við komu þeirra þá var töluverður eldur í lítilli íbúð á jarðhæð og var send önnur áhöfn til aðstoðar frá Tunguhálsi. Vel gekk að slökkva en mikið tjón varð á íbúðinni en enginn hlaut skaða og var enginn fluttur á sjúkrahús.
- Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni og ók á ljósastaur í hverfi 105, slysalaust.
- Aðili handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir slagsmál í hverfi 101, aðilinn einnig kærður fyrir vopnalög.
- Tveir aðilar handteknir og færðir á lögreglustöð vegna slagsmála í hverfi 108, þeim sleppt að skýrslutöku lokinni.
- Aðili til vandræða í hverfi 101 handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekin af honum og að því loknu fór hann til síns heima.
- Afskipti höfð af aðila í annarlegu ástandi undir lögaldri í hverfi 101, drengurinn fluttur á lögreglustöð þangað sem forráða maður sótti hann.
- Ekið á staur í hverfi 105, ökumaður óslasaður en reyndist undir áhrifum áfengis, hann vistaður í fangaklefa.
- Lögreglustöð 2: Hafnarfjörður – Garðabær – Álftanes:
- Árekstur tveggja bifreiða í hverfi 210, slysalaust.
Lögreglustöð 3: Kópavogur – Breiðholt:
- Unglingapartý stöðvað í hverfi 200, málið afgreitt með aðkomu foreldra og barnavernd.
- Aðili handtekinn í hverfi 111 og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.
- Ofur ölvuðum aðila sem gat litla björg sér veitt komið til aðstoðar í hverfi 200, þar sem maðurinn átti heima skammt frá var hann aðstoðaður heim.
- Maður til vandræða í fjölbýlishúsi í hverfi 111 þar sem hann hélt vöku fyrir íbúum hússins, maðurinn fjarlægður svo svefnfriður væri í húsinu.
Lögreglustöð 4: Grafarvogur – Mosfellsbær – Árbær:
- Leigubílsstjóri aðstoðaður í hverfi 110 vegna aðila sem var til vandræða og neitaði að greiða fyrir farið.
Umræða