Hafa tekjur öryrkja hækkað eins og tekjur annarra? Svona spyr Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, í erindi sínu á málþingi hópsins: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?
Bergþór fjallar um þróun lífeyris og tekna öryrkja í samanburði við þjóðfélagið í heild. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að mikil kjaragliðnun hefur átt sér stað. Bilið á milli tekna öryrkja og annarra hefur breikkað um 65 prósent frá því rétt um aldamót og um á þriðja tug prósenta á síðasta rúmum áratug. Glærur Bergþórs má sjá hér, og upptöku af erindi hans hér að neðan.
Umræða