Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist í viðtali við RÚV, gera ráð fyrir að það skýrist í dag hvort viðsemjendur í salarkynnum Ríkissáttasemjara nái saman eða ekki. Viðræðum VR, Eflingar og fjögurra annarra stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins var haldið áfram í morgun en þeim var slitið í gær án þess að samningar tækjust.
Ragnar Þór sagði í viðtalinu að stóru málin sem mestu skipta væru nú rædd. „Við vorum langt fram á kvöld í gær og erum að byrja aftur núna, sjá hvort að hægt sé að lenda þessu.“ Sagði Ragnar Þór en hann á von á því að það skýrist í dag hvort að samningar náist eða ekki ef að það takist, þá eigi eftir að semja við stjórnvöld líka. Ragnar Þór segir að laun og vinnutími ásamt öðru séu hluti af einni niðurstöðu sem þurfi að púsla saman. „Ef það fer eitthvað að glæðast í viðræðum hérna hjá okkur núna eru stjórnvöld alveg eftir.“
Umræða