2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Hátíðarstemming við Leirá

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

 

,,Við erum komin með nokkra sjóbirtinga“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir við Leirá, en þar hófst veiðin í morgun og gekk vel, tuttugu flottir birtingar komu á land og voru mældir. Það var eiginlega hátíðarstemming við ána sem var að stórum hluta undir ís í gær en svo fór að hlýna í gærkveldi og aðstæður bötnuðu verulega fyrir fyrsta dag veiðitímabilsins, í dag.

Fluguveiði: Allt það nýjasta er hægt að sjá inn á fésbókarsíðu RÖ og reidaondin.is

Fyrsti silungur ársins í Ytri Rangá var ekki að verri gerðinni, 99 cm langur, veiddur af Jóhannesi Guðlaugssyni og hann tók á flugu á Húsabakka. ,,Flottur fiskur og hann tók vel í.“

Erfitt hefur verið að ná í veiðimenn við Varmá en fiskar hafa komið á land. Ís er ennþá á Vífillstaðavatni og erfitt að koma niður færi, vatnið næstum allt þakið ís.

Mynd. Hátíðarstemming við Leirá í morgun þegar fyrsti fiskurinn kom á land, Mynd Stefán