2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Kristrún Frostadóttir formaður sameinaðs flokks Samfylkingar og Viðreisnar

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Margir létu gabbast af þessu 1. apríl gabbi:

Ákveðið var á fundi trúnaðarmanna og stjórnar Samfylkingar og Viðreisnar í gær að sameina flokkana en viðræður hafa átt sér reglulega stað síðan fyrir kosningar. Hugmyndin er sögð hafa kviknað þegar núverandi ríkisstjórnarflokkar gáfu það út fyrir kosningar að þeirra fyrsti kostur yrði að vinna áfram saman í næstu ríkisstjórn ef úrslit kosninganna leyfðu.
Kristrún Frostadóttir var kosin formaður hins sameinaða flokks

,,Ég er ótrúlega ánægð með það mikla traust sem mér er sýnt af hálfu trúnaðarmanna og stjórnar Samfylkingar og Viðreisnar sem hafa samþykkt samhljóða að ég muni leiða sameinaðan flokk á Alþingi.“ Sagði Kristrún Frostadóttir sem er nýr formaður hins sameinaða flokks. Aðspurð segir hún að nú sé unnið að því að finna nýtt nafn á flokkinn og hugsanlega verði haldin nafnasamkeppni. ,,Við ætlum að bjóða fólki að koma og fagna með okkur á Austurvelli en veislan mun standa til klukkan 17 í dag, þiggja léttar veitingar og hvetjum bara sem flesta til að mæta og um að gera að mæta með blöður eða fána. Þá mun nýr formaður og fráfarandi formenn hitta fólk í Iðnó á milli klukkan 17 til 19 í kvöld.“

Margir fundir um sameininguna – Evra, ESB og ný stjórnarskrá

Þær vinkonur Oddný Harðardóttir þingmaður í Samfylkingu og Hanna Katrín Friðriks­son for­maður þing­flokks Viðreisn, slógu á létta strengi við sameiningu flokkanna – ,,Samvinna og samræmdur klæðnaður og dragtinni skipt á milli flokka” sögðu vinkonurnar

,,Við höfum á undanförnum mánuðum átt marga fundi um sameininguna og stillt saman strengi okkar og stefnumál. Báðir flokkarnir vilja tafarlausa inngöngu í ESB og að hér verði tekin upp Evra. Þá verður okkar fyrsta verk að leyfa nýja stjórnarskrá en núverandi flokkar hafa samið sín á milli um að snuða þjóðina áfram um hana næstu fjögur árin. Þ.e.a.s. ef þessi ríkisstjórn heldur út þessu samstarfi sem er aðallega um ráðherrastólana, því öll prinsip eru löngu farin út um gluggann. Enda er himinn og haf á milli grasróta þessara flokka. Kjósendur voru ekki endilega að kjósa að flokkarnir yrðu saman í ríkisstjórn með tilheyrandi stöðnun, sem er í raun, rétta orðið yfir innihaldslausa tískuorðið, stöðugleika. Eina sem er stöðugt á Íslandi er stöðug skuldaaukning ríkisins og stöðug hækkun skatta, stöðugt stærra bil milli fátækra og ríkra, stöðugur ójöfnuður almennt og stöðug óstjórn á flestum sviðum.“

,,Katrín Jakobsdóttir gæti hæglega verið formaður Sjálfstæðisflokksins“

Logi Einarsson fagnar sameiningunni

Logi Einarsson fráfarandi formaður Samfylkingarinnar sagði við þetta tækifæri ,,að pólitíkin hefði í raun umpólast á undanförnum árum og Vinstri grænir héldu auðvaldinu við stjórnartaumana og öfugt. Þrátt fyrir að Samfylkingin hafi boðist til þess að mynda vinstri stjórn með Vinstri grænum. Þá var það ekki þegið enda líður þessum flokkum svo vel saman.“ Segir Logi og bætir við ,,Þá er ágætt að minnast þess sem Sigmundur Davíð sagði í Kryddsíldinni um þetta samstarf ríkisstjórnarinnar, að Katrín Jakobsdóttir gæti hæglega verið formaður Sjálfstæðisflokksins, því það væri enginn munur lengur á þessum flokkum. Kjósendur voru ekki að biðja um nýfrjálshyggju og einkavæðingu auðlinda og gróða og ríkisvæðingu á skuldum og tapi. Kjósendur voru að biðja um vinstri velferðarstjórn eins og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum og í ESB löndum og vonandi náum við að skapa slíka ríkisstjórn, sameinuð, eftir næstu kosningar.“ Sagði Logi Einarsson.

Samstíga í Evrópu- og auðlindamálum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fráfarandi formaður Viðreisnar sagðist vera ánægð með sameininguna þar sem flokkarnir væru samstíga í Evrópumálum og ættu samleið í fleiri málum eins og t.d. í sjávarútvegs- og auðlindarmálum. ,,Það er t.d. til hagsbóta fyrir þjóðina að leigja út allar veiðiheimildir á EES svæðinu og fá raunvirði fyrir auðlindina sem getur numið a.m.k. tíu sinnum hærri veiðigjöldum en nú eru að skila sér. Veiðigjöldin í dag eru bara til málamynda og duga ekki til reksturs Hafró, Fiskistofu, Gæslunnar og fleiri stofana sem þjónusta íslenskan sjávarútveg.“

,,Með aðild að ESB mundi skapast hér eðlileg samkeppni og kjör á lánamarkaði og í viðskiptum sem munu skila sér beint til almennings og fyrirtækja.“

þrír pokar af mat á verði eins

,,Íslenska krónan er örmynt sem engin leið er að treysta á og t.d. eru lánasstofnanir erlendis sem taka ekki við íslensku krónunni. Orðspor krónunar sé að auki ónýtt þar sem fjármálaheimurinn muni enn eftir því að hún varð nánast verðlaus í hruninu. Við náum vonandi góðri kosningu næst því það er í raun lífsspursmál fyrir þjóðina að hér verði gerðar stórtækar breytingar fyrir fjöldann en ekki aðeins fyrir fáa og útvalda eins og undanfarna áratugi.“

,,Það skiptir margfalt meira máli fyrir fjölskyldur að labba út úr matvöruverslun með þrjá poka af mat á verði eins, í dag, og borga tugum milljóna króna minna í vexti á lánstímanum af húsnæðislánum. Heldur en hvort það sé fyrirtæki fyrir Norðan land, eða í ESB sem leigir af okkur auðlindir okkar, eins og kvótann.

Ég fagna því að við séum vonandi að fara að losna úr hlekkjum fortíðar og getum farið að sjá til sólar í lífsgæðum sem þykja sjálfsögð í þeim löndum sem við reynum að bera okkur saman við. Á meðan núverandi varðmenn á Alþingi, oft nefndur fjórflokkurinn, stendur vörð um stöðnunina og haftakerfið og fákeppnina þá verður uppskera fólks og fyrirtækja á sama veg og undanfarnar aldir. Það er því fagnaðarefni að við sjáum loks að framundan er það frelsi sem þarf að ríkja á mörkuðum hvað varðar samkeppni og að einstaklingurinn geti verið frjáls og notið sín. Við munum færa bæði sjómönnum og bændum aftur sín atvinnuréttindi og það frelsi sem hefur verið skert markvisst og jafnvel afnumið í haftakerfum einokunar og miðstýringu fjórflokksins.“