Öflugir skjálftar yfir 3,0 hafa mælst við Þorbjörn og Grindavík og gos er líklega að hefjast – Fjórir skjálftar frá 3,0 til 3,7 á tíu mínútum
Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir rýmingu Grindavíkur standa yfir og að hún gangi vel í viðtali við ríkisútvarpið.
Hún segir að almannavarnakerfið hafi verið virkjað um leið og boð barst frá Veðurstofunni um aukna skjálftavirkni og kvikuhlaup.
Alltaf gert ráð fyrir því að versta sviðsmyndin raungerist
,,Viðbragðsaðilar eru að koma sér fyrir í samhæfingarstöð almannavarna við Laugaveg. Hjördís segir að þar sé rólegt yfir öllum enda hafi þau óvenjumikinn tíma. Fyrirvarinn fyrir eldgos hafi oft verið skemmri.
Eins og Jóhanna Malen Skúladóttir náttúruvársérfræðingur greindi frá rétt í þessu þá færist virknin í Suður nær Grindavík. Hjördís segir að viðbragðið sé alltaf eins þar sem alltaf sé gert ráð fyrir því að versta sviðsmyndin raungerist. Þess vegna sé verið að rýma Grindavík.“-