,,Ég hef nú kært úrskurð sýslumannsins á Höfuðborgarsvæðinu og tæmi þar með kæruleiðir innanlands. Nú fer kosningakæran í nýtt ferli“ segir Vigdís Hauksdóttir
Vigdís Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, hefur lagt fram kæru til dómsmálaráðuneytisins vegna síðustu sveitastjórnarkosninga. Vigdís kærði kosningarnar eftir að Persónuvernd hafði komist að þeirri niðurstöðu að borgin hefði brotið persónuverndarlög í aðdraganda kosninganna.
,,Ég hef þegar ákveðið að kæra ákvörðunina því ég ætla að tæma allar kæruleiðir innanlands áður en frekari ákvarðanir eru teknar – því megið þið treysta“ Sagði Vigdís Hauksdóttir er Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu sagðist ekki geta tekið kæruna til úrskurðar, vegna meints tímaramma.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/02/19/thjodaroryggisrad-helt-fund-um-brot-reykjavikurborgar-vegna-borgarstjornarkosninga/
Umræða