Veðurhorfur á landinu
Hæg breytileg átt og skýjað að mestu, en víða þokuloft eða súld N- og A-lands.
Norðaustan 8-13 m/s eftir hádegi og úrkomulítið, en hægara og skúrir syðra. Hægt kólnandi veður hiti 2 til 10 stig nyrðra síðdegis, en allt að 15 stigum SV-lands.
800 km S af Ingólfshöfða er kyrrstæð og minnkandi 1009 mb lægð, en skammt A af Labrador er víðáttumikil og hægfara 990 mb lægð. Yfir N-verðu Grænlandi er vaxandi 1034 mb hæð og frá henni liggur hæðarhryggur til suðausturs.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Skýjað og úrkomulítið N- og A-lands, en hægviðri SV-til og dálítil rigning. Hiti 0 til 8 stig, svalast í innsveitum á NA-landi, en frystir yrir norðan og austan um kvöldið.
Á föstudag:
Breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum, en stöku síðdegisskúrir. Hiti 3 til 9 stig að deginum.
Á laugardag:
Norðvestan 8-13 m/s, en hægviðri SV-til. Skýjað í mestu, en smá skúrir NA-lands. Hiti 3 til 9 stig að deginum.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum, en þurrt að mestu. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á SV-landi.
Á mánudag:
Austankaldi og dálítil væta öðru hvoru, en þurrt að mestu fyrir norðan. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Vesturlandi.
Á þriðjudag:
Útlti fyrir austanátt, strekking syðst, en annars mun hægari og þurrt að mestu, en fremur svalt í veðri.
Spá gerð: 30.04.2019 20:58. Gildir til: 07.05.2019 12:00.