Það voru fáir að veiða við Vífilsstaðavatn enda kalt í veðri. Tveir veiðimenn voru að reyna, annar með stöng og hinn með háf. En veiðin var treg í dag einn og einn fiskur á land. Meira segja fuglinn var að kúra og lét lítið fara fyrir sér.
Veiðin síðustu daga hefur verið sæmileg í vatninu en bleikjan hefur aðeins verið að gefa en oft hefur samt veiðst betur. Í Urriðakostsvatni hafa menn verið að reyna og við fréttum af einum sem veiddi alla vega tvo fiska, bleikju og urriða. Allt er þetta að lifna við, tíðarfarið næstu daga mætti vera betri en allt kemur.
Mynd. Vígalegir veiðimenn við vatnið í kvöld í kuldanum.
Umræða