,,Gefum þeim 17 daga til að hypja sig!“
Efnt hefur verið til mótmæla við Alþingi í dag klukkan 13.00 sem og næstu daga. Hópur fólks hefur safnast saman á facebook-síðu sem ber heitið: ,,Ekkert helvítis væl lengur. Berum Glæpahyskið ÚT“ þar sem ríkisstjórnin er sögð vanhæf. Mikið er af ungu fólki á síðunni en jafnframt allir aldurshópar. Í tilkynningu hópsins á síðunni sem telur á annað þúsund meðlimi segir:
Kæru samlandar
Krafan er einföld á ríkisstjórnina: „Sinnið almenningi í landinu sómasamlega eða hypjið ykkur út og látið verkefnið í hendur þeirra sem geta það og vilja“. Þessi spilling og frændhygli þarna inni er komin langt út fyrir allan þjófabálk, hvort sem um er að ræða bankasölur, ferðamannaiðnað, sjávarútveg, landbúnað eða hvaðeina.
Enginn þarna þarf á þessum peningum að halda
Sýnum samstöðu, mætum og mótmælum!
Gefum þeim 17 daga til að hypja sig!
Þá segir jafnframt á síðu fólksins:
Ekkert helvítis væl lengur. Berum Glæpahyskið ÚT 👊👊👊😡
Við erum búin að fá nóg af mismunun, misrétti, ofbeldi, skeytingarleysi, vanrækslu, ofbeldi, lygi, eiginhagsmunasemi og klíkuskap siðlausrar og óendanlega spilltrar ríkisstjórnar sem er búin að keyra öll velferðarkerfi þjóðarinnar i kaf, gjörsamlega jarða afkomu barna okkar og komandi kynslóða með ólöglegum aðförum að almenningi með ofbeldi og níði í garð þeirra sem minna mega sín.
þetta er Ríkisstjórn sem makar sinn eigin krók á kostnað heilbrigðis-, mennta- og velferðakerfis eins og það leggur sig og borga óstarfhæfum ráðuneytisstarfsmönnum himinhá laun á meðan verkafólki úti um allt land er sýnd vanvirðing með mismunun á skala sem við höfum aldrei séð fyrr.
Ár eftir ár deyr fólk úr vosbúð í boði siðblindrar ríkisstjórnar, seðlabankastjóra og þeirra ráðuneyta sem eiga að hlúa að og vinna að velferð almennings í landinu, með alvarlegum afleiðingum sem eru augljósar í öllum hornum samfélagsins.
Afleiðingarnar eru ekki afturkræfar en frekara samþykki er á okkar ábyrgð!
Þegar velferðakerfin hrynja, þá sjáum við dauða alls staðar, þunglyndi, fíkn og ömurð hjá ungum sem og öldnum í okkar litla og fámenna samfélagi.
Þessu veldur sinnuleysi vegna græðgi og þjófnaðar á eignum og rétti allra í landinu.
Það vita allir vel hvað er að gerast, því í hverri einustu fjölskyldu eru einhverjir sem bíða bana vegna myrkraverka elítunnar sem hér stýrir með glæpsamlegum hætti.
HÆTTIÐ AÐ GRENJA OG STÖNDUM UPP AF HÖRKU!
Nú hættum við að væla, nú hættir okkur að blæða og við tökum á þessu með hörku i þetta skipti. Ekki með söng eða trommuslætti til að skemmta þessum skepnum.
Ef þið leyfið þessu að halda áfram, þá jörðum við fleiri ungmenni, fleiri börn, horfum á fólkið okkar missa allt og við verðum hrakin á flótta.
Þetta er okkar líf, þetta er afkoma og líf barna okkar og komandi kynslóða.
Við segjum stopp.
þessi glæponar fá ekki að mata sig af launahækkunum á meðan aðrir strita og er mismunað á grófan og viðbjóðslegan máta sem endar oftar og oftar með dauða og heilsumissi.
Þetta hyski er REKIÐ og ætti að fá dóma sem og refsingu!!
Manndráp er glæpur!
Níð er glæpur!
Vanræksla er glæpur!
Þjófnaður er glæpur!
Að neita fólki i neyð um aðstoð er GLÆPUR!
Þann fyrsta júní næstkomandi förum við fram SAMAN og gefum þeim 17 daga til að hypja sig!
Við tökum ekki þátt i þessu lengur!
Þetta glæpahyski fær ekki að drepa fólkið okkar meira, hvorki börnin okkar né foreldra, ræna okkur og niðurlægja.
Ef við gerum ekkert, eins og venjulega, annað en að skemmta þessum hrottum með tónleikum og trumbuslætti, þá erum við samsek um glæp gegn okkar eigin afkomendum og forverum, þjóðarglæp!!!!
HÆTTIÐ AÐ GRENJA OG STÖNDUM UPP AF HÖRKU!
ÞANN 17. JÚNÍ BERUM VIÐ GLÆPALÝÐINN ÚT!
17. JÚNÍ 2023 MUN MARKA NÝTT UPPHAF!
BURT MEÐ FLOKKADRÆTTI!
BURT MEÐ SIRKUSINN!
STOPP!
ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ OKKUR!
VIÐ ERUM VALDIÐ!!
Hér má skoða síðu mótmælendanna: Ekkert helvítis væl lengur. Berum Glæpahyskið ÚT 👊👊👊😡