Fylgi ríkisstjórnar hrunið niður í 37% fylgi – Vg hefur aldrei mælst minni
Samfylkingin mælist með 28,4% fylgi í nýjum Þjóðarpúls Gallup og er langstærstur allra flokka á Alþingi. Fylgi við Vinstri græn hefur aldrei mælst minna og mælist með aðeins 5,7% fylgi. Þá er fylgi ríkisstjórnarinnar hrunið og er aðeins 37% nú og væri umboðslaus ef kosið yrði í dag.
.
Fjallað var um könnunina hjá ríkisútvarpinu og þar kemur fram að Sjálfstæðisflokkur er með 20,8% og heldur fylgið áfram að lækka. Framsóknarflokkurinn bætir lítillega við sig milli mánaða og fengi 10,2%. Fylgi við Vinstri græna heldur áfram að dragast saman. Aðeins 5,7% segjast myndu kjósa flokkinn og hefur fylgið aldrei mælst minna.
Minni breytingar eru á fylgi flestra annara flokka. Framsóknarflokkurinn og Píratar mælast jafnstórir, en um 10 prósent myndu kjósa hvorn flokk. Viðreisn mælist með 7,6% og Miðflokkurinn 6,9%. Þá styðja 5,5% Flokk fólksins. Sósíalistaflokkurinn nýtur stuðnings 4,9% kjósenda og er hársbreidd frá því að þeim mörkum sem þarf til að tryggja sér jöfnunarþingmenn.