Í dag stefnir í frekar hæga norðlæga átt og léttir til S- og V-lands. Hiti víða 10 til 15 stig. Um A-vert landið er hins vegar áfram útlit fyrir smáskúri og frekar svalt NA-til eða um 4 til 9 stig.
Í kvöld bætir í norðvestanátt á NA-horninu með rigningu við ströndina. Á morgun dregur hægt og rólega úr bæði vindi og úrkomu þar, en áfram frekar svalt í veðri. Annars staðar er útlit fyrir léttskýjað veður á morgun og hlýnar víða þar sem hiti fer jafnvel í 19 stig um landið S-vert.
Seinni partinn eru blikur á lofti, en þá þykknar upp SV-til með rigningu seint annað kvöld.
Á miðvikudag spáir rigningu víða um land, en þurrt NA-til og bjart með köflum þar. Hitatölur fara heldur lækkandi.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt 5-10 m/s. Léttir til á SV- og V-landi, en skúrir A-til fram eftir degi. Norðvestan 8-18 austanlands undir kvöld, hvassast og rigning við ströndina. Hiti 5 til 15 stig að deginum, svalast á NA-landi.
Dregur smám saman úr vindi og úrkomu NA-til á morgun en áfram svalt í veðri. Annars breytileg átt 3-8 og að mestu bjart. Þykknar upp SV-lands síðdegis með rigningu seint annað kvöld. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast S- og V-lands.
Spá gerð: 01.07.2019 10:55. Gildir til: 03.07.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s og rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt NA- og A-til. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.
Á fimmtudag:
Norðaustan 5-13. Rigning suðaustantil, smáskúrir norðanlands en rofar til suðvestanlands. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.
Á föstudag:
Norðvestan 5-13 austast og skýjað en úrkomulítið en annars hægviðri og skýjað með köflum eða léttskýjað. Hiti 4 til 8 stig á Austurlandi en annars 13 til 22, hlýjast sunnanlands.
Á laugardag:
Hæg vestlæg og norðvestlæg átt og bjart með köflum. Svalt með norðaustur- og austurströndinni en annars hiti 12 til 22 stig, hlýjast SA-lands.
Á sunnudag:
Hæg breytileg átt og skýjað með köflum. Svalt á Norðausturhorninu en annars 10 til 18 stig.
Spá gerð: 01.07.2019 09:12. Gildir til: 08.07.2019 12:00.