3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Ökumaður bifhjóls látinn

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Síðdegis í gær barst Lögreglunni tilkynning um alvarlegt umferðarslys, á Innstrandarvegi, skammt frá Hólmavík. Þar hafði bifhjóli verið ekið aftan á bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjólsins slasaðist mikið og lést stuttu síðar. Ekki er hægt að greina frá nafni ökumannsins að svo stöddu.
Lögreglan á Vestfjörðum annast rannsókn málsins í samvinnu við Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa kom einnig á vettvang vegna rannsóknar málsins.