Yfirlit skjálftavirkninnar á Reykjanesskaga – Uppfært
Í dag hefur enn mælst mikil jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga en kröftug hrina hófst þar um hádegi á laugardag, rétt norðaustan við Fagradalsfjall. Nú hafa yfir 10 þúsund skjálftar mælst síðan hrinan hófst.
Þótt dregið hafi úr stærri skjálftum (um og yfir M4) síðan á hádegi mælist enn fjöldi minni skjálfta á svæðinu, hefur þó fækkað nokkið seinni partinn. Virknin er sem fyrr aðallega bundin við nyrðri hluta gangsins sem myndaðist fyrir gos í fyrra.
Stærsti skjálftinn þar síðan á miðnætti varð þar 06:27 í morgun um 4,7 að stærð, og eins og áður hefur komið fram benda GPS mælingar til þess að nýtt innskot sé að myndast þar (líkt og í desember s.l) en mun minna en það sem varð í feb-mars á síðasta ári. Beðið er frekari gagna til að meta stærð innskotsins.
Einnig hefur allnokkur virkni mælst vestan Þorbjarnar, við suðvestanvert Kleifarvatn og norðarlega í Núpshlíðarhálsi. Á þessum slóðum mældust einnig nokkrir skjáflftar um og yfir M4 að stærð frá miðnætti og fram til kl. 11 í morgun. F.h. Náttúruvársérfræðinga, Sigurlaug Hjaltad.
Allt Ísland – jarðskjálftar síðustu 48 klst.
Fjöldi skjálfta:
- Stærð minni en 1 alls: 1483
- Stærð 1 til 2 alls: 1199
- Stærð 2 til 3 alls: 327
- Stærri en 3 alls: 86
- Samtals: 3095