,,Það var skrýtið að vera bláedrú“
Glúmur Baldvinsson oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins, var ásamt formönnum flokka sem bjóða nú fram lista í Alþingiskosningum, í fyrsta umræðiþættinum á Rúv í gærkvöld. Það vakti athygli sumra áhorfenda að Glúmi var mikið niðri fyrir þegar hann t.d. fjallaði um óréttlætið varðandi ofdekur ríkisstjórnarinnar á elítunni og auðmönnum í stórútgerð sem raka saman hundruðum milljarða árlega og greiða lægri veiðigjöld en sportveiðimenn sem veiða með einn öngul á stöng í hobbý yfir sumartímann.
Andstæðingar hans sáu tilefni til þess að reyna að ,,taka hann niður“ og báru upp á hann meinta ölvun, þar sem fas hans bar þess merki að honum vafðist tunga um tönn í hneykslan sinni á auðmanna- og elítudekri ríkisstjórnarflokkanna. Sjálfur gerir Glúmur stólpagrín að þessum fáránlegu athugasemdum á facebook rétt í þessu og segir: ,,Mætti aldrei þessu vant alsgáður í beina útsendingu á Rás 2, í dag. Oddvitar í Reykjavík suður. Það var skrýtið að vera bláedrú Mæli ekki með því.“
En að öllu gríni slepptu, þá útskýrir Glúmur málið á síðu sinni:
Glumur Baldvinsson
Að gefnu tilefni hafa örfáir netverjar sakað mig að hafa verið í glasi í umræddum þætti. Ekkert er fjarri sanni og svona svíður. Ég á við meiðsl í mjóhrygg að stríða einsog gengur með langa menn. Vitandi að ég þyrfti að standa samfleytt í tvo og hálfan tíma fékk ég lánaða verkjatöflu hjá dóttur minni. Til að lina þjáningar. Svo notaði ég tímann þegar ég taldi mig ekki vera í mynd og gekk þá um. Til að liðka mig. Kannski varð þetta tilefni til sögusagna og frétta sem ég hyggst kæra. Takk