Hugleiðingar veðurfræðings
Það er hæðarhryggur yfir Íslandi og því stillt veður í dag og yfirleitt þurrt, en sums staðar dálítil væta sunnanlands. Á morgun nálgast lægð úr suðvestri. Á Suður- og Vesturlandi er búist við suðaustan kalda með smáskúrum og annað kvöld hvessir við suðvesturströndina. Hægari vindur og víða léttskýjað norðan- og austanlands. Hiti 3 til 10 stig að deginum, en vægt frost í nótt fyrir norðan og austan.
Á fimmtudag er síðan útlit fyrir suðaustan strekking með súld eða rigningu, en þurru og björtu veðri norðanlands.
Veðurhorfur á landinu
Hæg austlæg átt, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta S-lands í dag.
Suðaustan 8-13 m/s og smáskúrir á morgun, en hægari og léttskýjað á N- og A-landi.
Suðaustan 13-18 við suðvesturströndina um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig að deginum, en víða næturfrost N- og A-lands.
Spá gerð: 01.10.2019 04:31. Gildir til: 02.10.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Suðaustan 8-13 m/s, en 13-20 SV-til um morguninn. Þurrt að kalla N-lands, en annars rigning með köflum. Hiti 5 til 10 stig.
Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s, en hvassviðri með suðurströndinni. Léttskýjað N-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Hvöss suðaustanátt og rigning, en þurrt að kalla N-lands. Hiti 6 til 11 stig.
Á sunnudag:
Suðaustanátt og milt veður. Rigning með köflum, en úrkomulítið norðan heiða.
Á mánudag:
Útlit fyrir hvassa austanátt og rigning sunnan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Áfram milt í veðri.
Spá gerð: 01.10.2019 08:50. Gildir til: 08.10.2019 12:00.