Er fjölmenningin komin á endastöð? Svo virðist sem margir stjórnmálamenn í Evrópu meti stöðuna þannig. Innanríkisráðherra Frakklands, Bruno Retaileau, segir í viðtali við Le Figaro um helgina, að fjölmenning sé óæskileg. Retaileau vill láta þjóðin greiða atkvæði um stefnuna í innflytjendamálum. Hver gæti farið fram á það sama á Íslandi?
Frakkland hefur orðið einna harðast úti vegna galopinna landamæra og alls fjöldainnflutnings. Árið 2023 komu 183.000 farandmenn til landsins. Tölurnar voru ekki minni fyrir árið 2022. Af tæplega 68 milljónum íbúum Frakklands eru allt að 8,7 milljónir manna erlendir ríkisborgarar. – Greinin birtist fyrst á vefnum: Þjóðólfur – thjodolfur.is
Fjölmenningarsamfélag getur breyst í „aðskilnaðarsamfélag”
Franska þjóðin er fullsödd og nýr innanríkisráðherra Frakka, Bruno Retailleau, virðist gera sér grein fyrir því. Le Figaro skrifar að ráðherrann beinlínis hafni fjölmenningarsamfélaginu. Retailleau bendir á að fjölmenning leiði til átaka, þegar svo margir ólíkir hópar eiga að lifa saman á sama stað.
Bruno Retailleau hefur áður sagt, að fjölmenningin sé komin í öngstræti.
„Fjölmenningarsamfélag á á hættu að verða aðskilnaðarsamfélag.”
Bruno Retailleau, innanríkisráðherra Frakklands (Mynd Wikipedia).
Innanríkisráðherrann talar fyrir fyrir því að allir eigi að sameinast um félagsleg gildi, frekar en tungumál, trú og þjóðerni. Retailleau er sá nýjasti í röðum frjálslyndra-íhaldssamra stjórnmálamanna sem tala um erfiðleika eða ómöguleika þess, að gjörólíkir menningarheimar nái að starfa saman.
Frakkar hafa ekki fengið tækifæri til að segja sitt í hálfa öld
En ólíkt öðrum frjálshyggjumönnum sem gagnrýna fjölmenninguna, þá vill Retailleau halda þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamálin
„Síðustu 50 árin, á hálfri öld hefur fólksinnflutningurinn hrist upp í franska samfélaginu, án þess að Frakkar hafi fengið möguleikann á að lýsa skoðun sinni.“
Retaileau sér samt ekki möguleika á að hægt verði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu „í augnablikinu” vegna „stjórnskipulegra hindrana.“ Hann hefur reifað hugmynd sem gæti vakið áhuga Frakka séð til lengri tíma.
ESB leggst gegn þjóðum sem halda þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamálin
Ekki mörg lönd í Evrópu hafa haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um fjöldainnflutninginn. Í Póllandi fékk fólkið að kjósa um fjölda mála í tengslum við þingkosningar í landinu haustið 2023. 98,5% Pólverja sögðu skýrt nei við fjöldainnflytjendastefnunni. Nægilega margir hafa undirskriftir hafa safnast saman í Sviss til að hægt sé að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamálin. Það getur hins vegar liðið heilt ár þar til hún verður haldin vegna staðfestingu allra undirskrifta. í Svíþjóð vilja Svíþjóðardemókratar halda þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendastefnu ESB en elítan vill ekki heyra á það minnst, kannski vegna þess að andstaða Svía er bæði mikil og þekkt. Samkvæmt könnun 2023 vildu 57% Svía fækka innflytjendum til landsins. Einungis 14% Svía vildu taka á móti fleirum.
ESB refsar þeim ríkjum sem fylgja kjósendum sínum sem vilja annað en vera sambandsþrælar og láta hömlulausan straum flótta- og farandmanna streyma inn í landið samanber fjárkúgun ESB á Ungverjalandi.
Greinin birtist fyrst á vefnum: Þjóðólfur – www.thjodolfur.is