-2.2 C
Reykjavik
Miðvikudagur - 1. febrúar 2023
Auglýsing

Alvarlegur og bráðsmitandi laxasjúkdómur í miklum vexti – Sömu ráðstafanir og gagnvart Covid-19

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Veiran dreifist annað hvort með seiðum eða í sjónum milli eldisstöðva

Alvarlegur og bráðsmitandi laxasjúkdómur er í miklum vexti en enginn veit hvers vegna og ekki hafa verið eins mörg tilfelli af alvarlega laxasjúkdómnum ISA í 30 ár. Enginn veit hvers vegna hann er í svo hröðum vexti á þessu ári.

,,Við óttumst að veiran sé nú í nýju formi og miklu skaðlegara afbrigði en við höfum séð áður. Þá getur veiran dreift sér hratt og örugglega, löngu áður en þú verður meðvitaður um hvað er að að gerast,“ segir Ole Bendik Dale, sviðsstjóri hjá aðal eftirlitsstofnun Noregs sem fylgist með þessum málum í Noregi.

Sömu próf notuð til að rannsaka lax vegna veirusjúkdómsins ISA og til að rannsaka Covid19

Nú óttast hann og samstarfsmenn hans að ISA sé stærri ógn en áður var haldið. ISA er alvarlegur og bráðsmitandi vírus sem ræðst á fiskinn og veldur innvortis blæðingum. Að lokum veikist fiskurinn og deyr og því er reynt að drepa hann áður en sjúkdómurinn brýst út.

750.000 löxum slátrað á einum mánuði í einni stöð

Veiran dreifist annað hvort í gegnum seiði eða í sjónum milli eldisstöðva. Fyrir hvert smit er þúsundum laxa slátrað. Í júní þurfti Salaks að slátra 750.000 löxum eftir að hafa fengið veiruna í eldisstöð í Sørreisa í Norður Noregi. Við erum mjög vakandi yfir þessu núna og vonum að vírusinn fari ekki úr böndunum. Það er ástæðan fyrir því að við verðum að vekja athygli á þessu grafalvarlega máli með áberandi hætti, segir Dale.

Framkvæmdastjóri Wilsgård fiskeldisstöðva, Fredd Wilsgård

,,Ef fiskeldi er greint með ISA veiruna, getur kostnaðurinn verið að meðaltali um 100 milljónir norskra króna.
Ég get vottað það að þetta eru mjög taugatrekkjandi aðstæður.“ Segir framkvæmdastjóri Wilsgård fiskeldis, Fredd Wilsgård. Laxasjúkdómurinn ISA, eða smitandi laxblóðleysi, hefur leitt til mikilla vandræða og tekjumissis hjá mörgum í fiskeldinu – í nokkur ár.

Metfjöldi tilfella af sjúkdómnum

Á þessu ári er metfjöldi tilfella af sjúkdómnum. Reyndar hafa tölurnar ekki verið svo háar síðan á tíunda áratugnum. Wilsgård Fiskeoppdrett AS er eldisstöð fyrir lax og er með nokkrar stöðvar í Troms fylki í Norður Noregi og framleiði allt að 7.000 tonn af fiski árlega. Þeir hafa sjálfir reynslu af sjúkdómnum, eins og svo margir aðrir í greininni.
,,Við höfum alveg fengið okkar hlutdeild af ISA veiru faraldrinum og þess vegna teljum við mikilvægt að reyna að finna lækningu til að komast frá þessu máli. Það er mjög flókið mál og því mikilvægt að upplýsa málið til að ræða lausnir,“ segir Wilsgård.
Geir Bornø er deildarstjóri fisksjúkdóma hjá Dýralæknastofnun Noregs, útskýrir að ISA sé veirusjúkdómur sem ráðist á frumur í fiskinum í kringum æðarnar.

Sömu ráðstafanir og gagnvart kórónu veirunni

,,Þetta veldur því að fisknum blæðir að innan og fær í kjölfarið alvarlegt blóðleysi og að lokum deyr hann.“ Bornø ber saman þær aðgerðir sem voru kynntar á tíunda áratugnum gegn ISA við þær aðgerðir sem við höfum nú kynnt gegn covid-19.
,,Þá kynntu þeir fjölda hreinlætisaðgerða, svipaðar því sem þeir gera núna með kórónu veiruna. Þeir byrjuðu á eðlilegum hreinlætisreglum um að halda sínu striki og lögðu áherslu á sótthreinsun frárennslis frá sláturhúsi. Þá fækkaði faraldrinum verulega,“ segir hann. Í 20 ár hafa prófanirnar verið notaðar til að greina sjúkdóminn ISA, eða inflúensu, í laxi. ,,Milljónir fiska hafa verið prófaðir, svo sérþekkingin er til staðar. Sérþekkingin á fiskveirum er beint yfirfæranleg til vírusa frá mönnum, að sögn Nylund.

Sams konar próf og greinir Covid19

Það skiptir ekki máli hvort PCR prófið er notað á fiski, dýrum eða mönnum, segir forstöðumaður neyðarviðbúnaðar og öryggis, Jorun Jarp hjá Dýralæknastofnun Noregs. ,,Prófið leitar að erfðaefni vírusins, Það efni er það sama hvort sem það eru dýr eða menn sem eru smitaðir, segir Jarp. Sömu próf sem notuð eru til að prófa lax vegna veirusjúkdómsins ISA er hægt að nota til að prófa Covid19 hjá fólki.