Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag er norðlæg átt á landinu, allhvöss eða hvöss fyrir norðan og austan, en yfirleitt hægari suðvestantil. Víða rigning á láglendi framan af degi um norðanvert landið. Seinnipartinn dregur heldur úr ofankomu en kólnar aftur á móti svo að snjólína gæti náð niður á láglendi undir kvöld. Lengst af þurrt syðra.
Vestlægari á morgun, él fyrir norðan og skúrir vestantil, en gæti einnig orðið vart við slyddu í skúrunum líka á láglendi. Hiti líklega nálægt frostmarki, svo að til dæmis úrkoma á Hellisheiði verður í snjóformi. Austur- og Suðausturland sleppa nánast alveg við úrkomu á morgun.
Síðan gera spár ráð fyrir ákveðinni suðvestanátt með rigningu og hlýnandi veðri fram eftir vikunni en eins og svo oft, þá hangir yfirleitt þurrt norðaustan- og austanlands og þar gæti hitinn farið einhverjar gráður yfir tíu stigin.
Veðuryfirlit
Skammt ANA af landinu er 955 mb lægð sem þokast NV. Um 600 km S af Vestmannaeyjum er 947 mb minnkandi lægð sem hreyfist NA.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 10-15 m/s og 15-20 á Austfjörðum í fyrstu, en hægari SV-lands. Rigning eða slydda um landið N-vert og seinna snjókoma á köflum, en lengst af þurrt sunnan jökla.
Vestan 8-18 m/s, á morgun, hvassast við N-ströndina. Snjókoma nyrst, annars skúrir eða él, en lengst af þurrt SA- og A-til. Hiti 0 til 8 stig, mildast SA-til.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðan 3-10, bjart með köflum, en vestlægari í nótt og á morgun og skúrir eða jafnvel slydduél. Hiti 1 til 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðvestan hvassviðri eða stormur um landið austanvert og skúrir eða él, en lægir og léttir til um kvöldið. Mun hægari vindur og bjart um landið vestanvert, en snýst í vaxandi suðvestanátt um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig við sjóinn, en annars í kringum frostmark.
Á miðvikudag:
Hvöss suðvestanátt, rigning og milt veður, en úrkomulítið á NA- og A-landi.
Á fimmtudag:
Suðvestan hvassviðri eða stormur. Rigning eða skúrir, en áfram úrkomulítið um landið norðaustanvert. Kólnar heldur.
Á föstudag:
Minnkandi suðvestanátt og skúrir eða él, en bjart fyrir austan. Kólnar í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir heldur mildari suðvestanátt með skúrum um landið V-vert, en áfram þurrt og bjart veður fyrir austan.