4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Hiti 2 til 7 stig, en kringum frostmark norðan heiða

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Hugleiðingar veðurfræðings

Breytileg og síðar norðlæg átt í dag, yfirleitt gola eða kaldi, en víða strekkingur sunnan- og vestantil í kvöld. Sums staðar dálítil væta norðanlands, annars skýjað með köflum og þurrt. Hiti 2 til 7 stig, en kringum frostmark norðan heiða í kvöld. Norðan og norðaustan 8-15 m/s á morgun. Rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 0 til 7 stig, mildast við suðurströndina.

Veðuryfirlit
Við Langanes er 980 mb lægð sem fer N, en 700 km S af Reykjanesi er 975 mb lægð á hreyfingu NNA.

Veðurhorfur á landinu
Snýst í norðan 3-8 m/s í dag. Sums staðar dálítil rigning eða slydda á norðanverðu landinu, annars þurrt að kalla. Gengur í norðaustan 8-15 sunnan- og vestantil undir kvöld. Norðan og norðaustan 8-13 á morgun. Rigning eða slydda með köflum, einkum austanlands, en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi.
Hiti 1 til 7 stig að deginum, mildast syðst.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg austanátt, en norðaustan 5-13 með kvöldinu. Skýjað með köflum og hiti 1 til 5 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðan og norðaustan 8-13 m/s. Rigning eða slydda með köflum, einkum austanlands, en úrkomulítið á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst.

Á fimmtudag:
Norðan 8-13 og dálítil rigning eða slydda, en þurrt um landið sunnanvert. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 5-10 og yfirleitt þurrt, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 0 til 6 stig sunnantil, annars um eða undir frostmarki.

Á laugardag:
Austlæg átt rigning eða slydda, einkum suðaustanlands. Hlýnar heldur á Norður- og Austurlandi, annars breytist hiti lítið.

Á sunnudag:
Austlæg átt og milt veður. Rigning suðaustan- og austanlands, en lítilsháttar væta öðru hverju á Norður- og Vesturlandi.

Á mánudag:
Útlit fyrir austanátt með rigningu.