2.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Skattlagning nagladekkja aðför að öryggi

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img
Unnið er að uppfæra áætlun um loftgæði á vegum Umhverfisstofnunar og lúta breytingar að því að lagt verði til að sveitarfélög fái heimild til að leggja gjald á notkun nagladekkja. Þetta er þess meðal annars sem kemur fram í umfjöllun í Fréttablaðinu.

Ef áætlanir ganga eftir þarf að gera breytingu á umferðarlögum en Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun, segir í samtali við Fréttablaðið að til mikils sé að vinna þar sem breytingin myndi draga úr svifryki og sliti á götum.

Hlutfall negldra dekkja var talið í Reykjavík miðvikudaginn 9. mars. Hlutfallið skiptist þannig að 40% ökutækja var á negldum dekkjum og 60% var á öðrum dekkjum.

Run­ólf­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri FÍB, seg­ir að fé­lagið ekki vera hlynnt skatt­lagn­ingu á ör­yggi öku­tækja. Hann seg­ir sér­stak­an skatt á nagla­dekk vera aðför að ör­yggi.

FÍB hef­ur mark­visst ekki verið hlynnt skatt­lagn­ingu á ör­yggi öku­tækja

„Fé­lagið hef­ur mark­visst ekki verið hlynnt skatt­lagn­ingu á ör­yggi öku­tækja. Á sama tíma höf­um við í sjálfu sér hvatt fólk til þess að gera sína eig­in þarfagrein­ingu en æski­legt er að sem flest­ir séu án nagla sem þurfa ekki að vera á nögl­um. Það að setja sér­stak­an skatt á nagla­notk­un er eitt­hvað sem við telj­um geta verið aðför að ör­yggi,“ seg­ir Run­ólf­ur.

Til­gang­ur­inn með gjald­tök­unni er að draga úr notk­un nagla­dekkja í þétt­býli, fyrst og fremst svo bæta megi loft­gæði. Run­ólf­ur tel­ur það æski­legra að upp­lýsa fólk um um­hverf­is­leg áhrif af notk­un nagla­dekkja frek­ar en að skatt­leggja notk­un á nagla­dekkj­um.

„Auk­in meðvit­und er um að notk­un nagla­dekkja hafi nei­kvæð áhrif á slit gatna og um­hverfið. Sam­drátt­ur hef­ur verið í notk­un nagla­dekkja en fyr­ir nokkr­um árum var mik­ill meiri­hluti á nagla­dekkj­um. Þetta hef­ur breyst og ónegld dekk eru alltaf að verða betri og betri og orðinn ákjós­an­leg­ur kost­ur að taka ónegld vetr­ar­dekk. Örygg­is­lega séð slær ekk­ert negld­um vetr­ar­dekkj­um við við viss­ar aðstæður en þær aðstæður eru mjög hverf­andi í til dæm­is þétt­býl­inu á suðvest­ur­horn­inu,“ seg­ir Run­ólf­ur Ólafsson..

Í viðtalinu við Þorstein í Fréttablaðinu kemur fram að gjaldið í Noregi nemur 20 þúsund krónum fyrir veturinn, miðað við fjögur nagladekk. Þess má geta að fyrir nokkrum árum var þessi umræða hávær í Svíþjóð. Sett var á laggirnar nefnd sem átti að finna leiðir til að bæta loftgæði í nokkrum borgum í Svíþjóð. Nefndin lagði til að mæla ekki með skatti á nagladekk. Sömu sögu er að segja frá Finnlandi. Annars staðar í Evrópu er nagladekkjanotkun lítil sem engin og víðast hvar bönnuð með öllu.

Haft er eftir Alexöndru Briem, formanni borgarráðs Reykjavíkuborgar, í Fréttablaðinuað henni litist mjög vel á þessa til­lögu og vonar að hún gangi eftir. „Við höfum kallað eftir að­ferðum til að draga úr notkun nagla­dekkja, sporna við svif­ryki og minnka slit á götum,“ bætir hún við.