Mikil snjókoma á Suðurlandi olli töluverðri röskun á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli. Að því tilefni vilja Neytendasamtökin vekja athygli á réttindum flugfarþega vegna aflýsingar á flugi.

Ef flugi er aflýst ber flugfélaginu að bjóða þér eftirfarandi þrjá valkosti:
1. Hætta við flug og fá farmiðann endurgreiddan
Þú getur óskað eftir fullri endurgreiðslu fyrir þann hluta ferðarinnar sem ekki var farinn og fyrir einn eða fleiri hluta ferðarinnar sem farnir hafa verið ef flugið þjónar engum tilgangi lengur með hliðsjón af upprunalegri ferðaáætlun.
Athugið: Þú átt ekki rétt á að fá endurgjaldslausar máltíðir, hressingu eða gistingu ef þú velur endurgreiðslu á flugmiða.
2. Breyttu flugleið þannig að þú komist til lokaákvörðunarstaðar eins fljótt og auðið er.
Ef þú óskar eftir breyttri flugleið til lokaákvörðunarstaðar eins fljótt og auðið er, þá átt þú rétt á:
- Máltíð og hressingu í samræmi við lengd tafar
- Símtali
- Gistingu ef þörf er á
- Flutningi á milli flugvallar og gististaðar
Hafðu samband við upplýsingaborð flugfélagsins til að óska eftir inneignarmiðum fyrir máltíðir og/eða hressingu.
Ef flugfélagið býður ekki fram aðstoð í samræmi við framangreint, eða ef erfitt reynist að fá skýr svör, er mjög mikilvægt að geyma allar kvittanir fyrir máltíðum, gistingu eða samgöngum.
Þá er hægt að óska eftir endurgreiðslu síðar frá flugfélaginu.
3. Breyta flugleið með sambærilegum flutningsskilyrðum, og komast þannig til lokaákvörðunarstaðar síðar meir, við fyrsta hentugleika fyrir farþegann.
Þar sem röskun á flugi er vegna óviðráðanlegra aðstæðna, þ.e. veðurskilyrða, eiga farþegar ekki rétt á stöðluðum bótum.

