Tveir heppnir miðaeigendur skiptu 1. vinningi á milli sín og fær hvor þeirra rúmlega 30,2 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Krambúðinni Í Firðinum, Fjarðargötu 13-15 í Hafnarfirði og hinn var keyptur í Lottó Appinu.
Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmlega 776 þúsund krónur, miðinn var keyptur í Olís, Gullinbrú í Reykjavík. Sjö voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver. Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; Leirunesti á Akureyri, tveir á Vídeómarkaðinum í Kópavogi og fjórir á lotto.is
Hefur þú áhuga á að hjálpa Fréttatímanum að vaxa og dafna?
Með því að styrkja Fréttatímann stuðlar þú að frjálsri og óháðri umfjöllun.
Umræða