Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðesti dóm réttarins í Landsréttarmálinu í dag. Upphaf málsins má rekja til skipan dómara í Landsrétt og vafa sem skapaðist í kjölfar þess að Alþingi kaus ekki um skipan hvers og eins þeirra. Sigríður Andersen sagði af sér í kjölfarið á sínum tíma en neitar enn ábyrgð á málinu m.v. málflutning hennar enn í dag.
Réttarríkið á Íslandi lagðist á hliðina vegna málsins og það skapaðist mikil réttaróvissa í landinu vegna málsins.
Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður ákvað að láta á málið reyna fyrir hönd skjólstæðings hans sem var með mál fyrir Landsrétti og komust dómstólar að því að dómarar við réttinn hefðu ekki verið skipaðir með löglegum hætti og því hefði skjólstæðingur Vilhjálms ekki notið réttlátrar málsmeðferðar.
https://gamli.frettatiminn.is/12/03/2019/mannrettindadomstols-evropu-mde-daemir-sigridi-a-andersen-domsmalaradherra-og-althingi-ologleg-brutu-mannrettindasattmala-evropu/