Þriggja finnskra manna og sænskrar konu er saknað en þau fóru í fjallgöngu upp á fjallið Blåbærtinden í Tamokdal í Troms fylki í norður Noregi í morgun
Það hafa verið nokkur snjóflóð á svæðinu. Leitað hefur verið úr þyrlu björgunarsveitarinnar í dag frá Finnmörku. Tvær þyrlur norska hersins sem staðsettur er í Bardufoss eru einnig að búa sig undir leit, segir Finn Sortland yfirmaður björgunarsveita í norður Noregi. Þyrlur frá Háskólasjúkrahúsinu í Tromsø, ásamt lögreglu og björgunarsveitum hafa verið að leita á svæðinu í dag.
Slæmt veður hefur hamlað leit úr þyrlum en sjúkraþyrla hefur sveimað yfir svæðinu án árangurs. Klukkan 18:45 að staðartíma fór sjúkraþyrlan upp á fjallið með 30 leitarmenn frá Rauða krossinum, en áhöfnin þurfti að hætta við lendingu vegna snjóflóðarhættu. Sjúkraþyrlan snéri aftur á sjúkrahúsið í Tromsø og öflugri þyrla tekur við leitinni á snjóflóðasvæðinu, segir lögreglan.
Rétt eftir klukkan 16:00 í dag, hringdi svíi sem var í leiðangri með fólkinu á fjallinu, í lögregluna. Hann stóð þá á tindi fjallsins og var áhyggjufullur um félaga sína sem hann hafði ekki séð í tvær klukkustundir en þau höfðu farið saman á fjallið. Rauði krossinn og norsk sveit með björgunarhunda eru á meðal þeirra sem að nú taka þátt í leitinni í Tamokdalnum.
Þegar svíinn var í 1000 metra hæð, sagði hann, samkvæmt lögreglunni, að það hefðu verið skriðuföll á svæðinu í kringum sig og hann var því mjög áhyggjufullur, segir Morten Augensen lögreglustjóri í Tromsö. Hinn 17 ára gamli svíi var á leiðinni niður fjallið á sama tíma og björgunarmenn voru á leið sinni upp fjallið.
Mikið hefur snjóað að undanförnu á svæðinu og mikil hætta er á snjóflóðum vegna þessa. Sjúkraþyrla og sjúkrabíll eru á svæðinu og fleiri björgunaraðilar og bíða eftir frekari fréttum.
https://www.fti.is/2019/01/03/likur-geta-thess-vegna-verid-fyrir-thvi-ad-thau-hafi-lent-i-snjoflodi/