Sex fórust í járnbrautarslysi í Danmörku í morgun og sextán slösuðust. Slysið varð á brúnni yfir Stórabelti sem tengir Sjáland og Fjón. Farþegalest á leið til Kaupmannahafnar mætti þar flutningalest sem flutti bjór fyrir Carlsberg og Tuborg og fauk yfirbreiðsla af þaki og hliðum vagna flutningalestarinnar sem að lentu á farþegalestinni svo hún varð að nauðhemla.
131 farþegi og þrír starfsmenn voru í farþegalestinni og þeir sem sluppu við meiðsli voru fluttir í íþróttahús í Nyborg á Fjóni en þar var komið upp neyðarmiðstöð. Talið er að yfirbreiðslurnar hafi losnað vegna þess hve mikill vindur var á svæðinu en bálhvasst var við brúnna þar sem að slysið varð og mikið brim á sjónum undir brúnni, sýnir vel hve mikill stormur er á svæðinu.
Björgunarmönnum gekk erfiðlega að athafna sig á slysstað vegna mikils hvassviðris en víðáttumikil lægð hefur verið yfir svæðinu undanfarinn sólarhring. Forsvarsmenn Carlsberg hafa sent frá sér tilkynningu þar sem að þeir harma mjög þetta hörmulega slys.
Björgunarmönnum gekk erfiðlega að athafna sig á slysstað vegna mikils hvassviðris en víðáttumikil lægð hefur verið yfir svæðinu undanfarinn sólarhring. Forsvarsmenn Carlsberg hafa sent frá sér tilkynningu þar sem að þeir harma mjög þetta hörmulega slys.
Umræða