Sex fórust í járnbrautarslysi í Danmörku í morgun og sextán slösuðust. Slysið varð á brúnni yfir Stórabelti sem tengir Sjáland og Fjón. Farþegalest á leið til Kaupmannahafnar mætti þar flutningalest sem flutti bjór fyrir Carlsberg og Tuborg og fauk yfirbreiðsla af þaki og hliðum vagna flutningalestarinnar sem að lentu á farþegalestinni svo hún varð að nauðhemla.

Björgunarmönnum gekk erfiðlega að athafna sig á slysstað vegna mikils hvassviðris en víðáttumikil lægð hefur verið yfir svæðinu undanfarinn sólarhring. Forsvarsmenn Carlsberg hafa sent frá sér tilkynningu þar sem að þeir harma mjög þetta hörmulega slys.


Umræða