Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hefur íþróttastjóri og þjálfari frá Hedmark í Noregi hefur misnotað stráka kynferðislega í um 30 ár. Hann er einnig ákærður fyrir árás á hælisleitenda. Hingað til hefur maðurinn verið formlega ákærður fyrir níu kynferðisbrot, þar á meðal eru tilraunir til nauðgana. Kynferðisbroin ná frá 1980 til 2011-2012.
Í Engerdal sveitarfélaginu hefur verið komið á fót sérstökum hópi til að takast á við þetta mál og spyrja þá sem kunna að hafa orðið fyrir einhverju ofbeldi af hálfu þessa þjálfara eða annara. Bæjarstjórinn Lage Trangsrud í Engerdal segir að það sé mikilvægt fyrir alla sem þurfi aðstoð að tilkynna það og stíga fram, allir geti hringt í neyðarnúmer sem sé 116117.
Hann segir að þetta sé mjög erfitt mál fyrir sveitarfélagið og hefur verið fengnir til aðstoðar, utanaðkomandi fagaðilar með sérþekkingu á kynferðisbrotum og að þeir veiti öllum ráðgjöf sem að á þarf að halda. Engerdal biður alla þá sem hafa einhverjar upplýsingar sem hafa bein áhrif á málið að tilkynna lögreglu það milliliðalaust.
Sveitarfélagið mun íhuga enn frekari ráðstafanir vegna málsins, segir hann jafnframt. Hann hefur ekki yfirlit á reiðum höndum um það hversu margir hafa haft samband við sveitarfélagið út af málinu og að það getur verið fleiri sem að eigi eftir að gefa sig fram og að lögreglan muni veita frekari upplýsingar síðar.
Lögreglustjórinn, Henning Klauseie segir að ákæran gegn manninum hafi ekki enn breyst en að nokkur hugsanleg fórnarlömb hafi haft samband við lögregluna og að það eigi eftir að taka af þeim skýrslur. Þjálfarinn hefur viðurkennt nokkur af þeim kynferðisbrotum sem hann er ákærður fyrir en málið er enn í rannsókn.